Nýi aukapakkinn fyrir Sims 2 Væntanlegur er til landsins í byrjun mars nýr aukapakki fyrir Sims 2.
Hann ber nafnið Sims2 : University.
Í þessum aukapakka fara unglingarnir í collage eða menntaskóla.

Þegar unglingurinn er að ljúka “teen” stiginu eða unglingastiginu, getur hann farið í skólann ef hann vill. Ef farið er, þá fer unglingurinn á stig sem kallast young adult eða ungur fullorðinn. Þetta tímabil eru 24 Sims dagar.

Í skólanum byrjar hann fyrst á því að búa á heimavist. Hver hefur sitt herbergi og getur enginn annar farið í annars manns herbergi. Hægt er að kaupa húsgögn í herbergið en ekki er hægt að stækka það eða breyta herberginu sjálfu.

Unglingurinn þarf síðan að velja sér eitt aðalfag, t.d. líffræði, drama (leiklist), dulspeki eða 4 önnur. Hann þarf að gæta þess að læra heima því hann þarf að takast lokapróf nokkru sinnum. Ef hann fellur tvisvar þá er hann rekinn úr skólanum og fer aftur heim til fjölskyldunnar (með skömm væntanlega).

Ef unglingurinn vill, getur hann unnið með skólanum og fengið aukapening til eyðslu.

Ef hann stendur sig í námi, getur hann flutt út úr heimavistinni og t.d. búið með vinum sínum eða í systra/bræðrafélagi.

Fullt af skemmtilegum leiðum er til að eignast pening t.d. er hægt að búa til sína eigin peninga (fölsun), spila í hljómsveit fyrir almenning eða vinna sem barþjónn.

Nú er líka komið nýtt sem unglingarnir þurfa að fylla, Influence eða áhrif. Þá er meint með þeim áhrifum sem þeir hafa til að láta aðra gera hluti. Þeir geta t.d. látið einhvern þrífa herbergið sitt eða læra fyrir sig. Þetta er svo hægt að nota þegar heim er komið (til fjölskyldunnar) t.d. fengið nágrannann til að þrífa húsið, vökva blómin og fl. Því fleiri vini sem maður á, því meiri áhrif hefur maður.

Unglingarnir sem komu með leiknum t.d. Ricky, Meadow og Orlando, verða einnig í skólanum og eldast. Nú er loksins hægt að giftast þeim!

Margir skemmtilegir hlutir eiga eftir að koma ykkur mjög á óvart t.d. kúaplantan (sem getur étið kennarana sem þér líkar illa við), reyksveppurinn, djúskúturinn (svipaður eins og bjórkútur með slöngu og allt en inniheldur djús), billjardborð, endurvakning dauðra (já, nú geturðu lífgað einhvern við en passaðu þig, ef þú býður ekki nógu gott, færðu zombie eða uppvakning!)og svo má ekki gleyma lítalækninga dótinu… hehe, ef þú átt ljótan kall, breyttu honum!

Þú getur núna gert ótakmarkaðar hæðir, langar þér að byggja 18 hæða hús, ekkert mál en passaðu að það tekur fólkið dágóðan tíma að fara frá efstu hæð niður í neðstu.

Þegar unglingarnir eru búnir, útskrifast þeir og geta fengið góða vinnu og fá betra borgað en þeir sem ekki fóru í skólann. Með leiknum koma líka nokkrar nýjar vinnur sem verður gaman að sjá hverjar eru, en ekki er hægt að fara í þær nema hafa farið og klárað skólann.

Þessi leikur á vaðalaust eftir að vera mjög góð skemmtun og aldrei að vita nema maður láti Meadow eða Ricky giftast.