the Urbz
miklar vonir voru gerðar við nýja leikinn hjá the sims eða the urbz. ég keypti mér leikinn og ég varð undir miklum vonbrigðum. þetta er sá einhæfasti og fáránlegasti leikur sem ég hef fengið mér. ég hef alltaf verið aðdáandi the sims, en þarna klúðruðu þeir öllu.
þessi leikur gengur út á það að vera eins og allir hinir og gera eins og allir hinir eða jafnvel vera bara með alla athyglina vera sá athyglissjúkasti. þú getur ekki verið með þinn eigin stíl og það fannst mikið klúður.
þessi leikur er lítill og býður ekki uppá marga möguleika en nýustu leikirnir eins og GTA SA og Need for Speed U2 hafa verið óvenjulega stórir og bjóða uppá gríðarlega möguleika.
the urbz er sagður vera raunvöruleikur en þetta fólk er bara tregt það skilur ekkert og það veit ekkert. þeir gera ómögulega hluti eins og drekka sitt eigið metangas spreija á sig “ofurkossaspreyi” eða eru á einhverju svifbretti. ég veit ekki hvort þessi leikur á að gerast í framtíðini en ég er farinn að halda það. ég gat keypt tæki í “íbúðina” mína og þetta var hjól með þyrluspaða sem ég held að aé ekki til og verði ekki til á næstu árum.
svo þarf maður að halda þörfum hjá köllunum og það reyndist frekar erfitt. ég er vanur the sims og það var auðvelt að sinna kallinum en “urbinn” þarf alltaf vera að gera eitthvað hann getur einfaldlega ekki “chillað.” til að halda honum “góðum” þarf hann að vera í spilakassa í 3 klukkutíma eða dansa í 2.
svo gat ég fengið vinnu fyrir kallin og engin vinna nema ein var eitthvað til í og sú vinna var á rampinum “hjólabrettið”. hinar vinnurnar voru fáránlegar eins og gera einhverja kassa og flugelda.
ég vona að enginn geri sömu mistök eins og ég og kaupi sér þennan leik því hann var hreinlega ömurlegur og er ekki 5000 kr- virði því miðu