Singles.. [framhald 3] —–

Þetta er framhald af sögunni “Singles..” og “Singles.. [framhald]” og “Singles.. [framhald 2]” og hér er það sem var í þeim sögum og svo kemur það nýja. Ég hef það svona svo að þeir sem að ekki hafa lesið hinar sögunar viti hvað er í gangi:) Ég segi þetta í einskonar dagbók og læt eins og ég sé þær. Þetta er sama mynd og var í sögunni “Singles.. [framhald 2]”

—–

Ég var í Strange Town í Sims 2 og var að leika mér að fara í Singles Family sem eru 4 konur og eru allar roommates nema geimverurnar tvær.

—–

Ég lét Chloe og Lola (minnir mig að hún heitir) flytja út (geimverurnar) og ég ætla að segja ykkur frá því sem er búið að gerast hjá þeim. Ég segi þetta í einskonar dagbók og segi frá hverjum degi og hjá hverjum hann var og þannig. Ég var nú reyndar bara búin að leika þær í tvo sims daga en ég segi samt frá þeim;)

—–

Lola er með Peninga-markmiðið og Chloe með Romance-markmiðið

—–

Hér byrjar það!

—–

—–Chloe dagur 1—–

Ég vaknaði og ætlaði aðeins að fara á netið að tala við einhvern. Á netinu fann ég mann sem var við mitt hæfi og hann heitir Carl (Carl er með Romance líka). Ég spurði hann hvort hann vildi koma yfir og fá sér pönnukökur með mér og hann vildi það og kom. Eftir smá morgunmat fórum við að horfa á sjónvarpið. Síðan var klukkan orðin þrjú og ég þurfti að fara að vinna og þá fór hann. Ég var að vinna langt fram á kvöld og fór strax að sofa um leið og ég kom heim.

—–Lola dagur 1—–

Ég vaknaði og ákvað að fara fram og fá mér að borða Cerios. Svo fer ég í sturtu en hún bilast svo ég hringi í repairman og hann kemur og gerir við. Klukkan 11 fer ég svo í vinnu og kem ekki aftur fyrr en um fimm leitið. Ég fer og les mér til um matreiðslu og er svo bara orðin mjög flink í eldamennskunni en þá fer ég á klósettið og síðan aftur í sturtu. Vá hvað hún er góð eftir að það var lagað hana. En eftir smá sprett í sturtu fer ég og fæ mér aðeins að borða. Ég elda mjög góðan mat sem er eins og var í bókinni en eftir góðan mat er ég uppgefin og verð að fara í rúmið. Ég sofna vært og sef lengi.

—–Chloe dagur 2—–

Ég vakna eftir frábæran draum um mig og Carl. Um leið og ég vakna þá fer ég og hringi í hann. Við tölum lengi saman en svo segist hann vilja koma yfir og ég leifi það. Hann kom og hann fór í tölvuna því ég þurfti á klósettið og að fara í sturtu. Þegar ég kem úr sturtu kemur hann hlaupandi til mín og kyssir mig. Ég bregst illa við og ég hrindi honum af mér. En við förum svo að tala saman og þá kyssi ég hann og hann bregst vel við en þá er ég farina ð kunna vel við hann og svo allt í einu vill hann fara því að hann er svangur. En þá fer ég bara og horfi á sjónvarpið þangað til klukkan verðr þrjú og þá fer ég í vinnu. Svo þegar ég kem heim fer ég beint uppí rúm.

—–Lola dagur 2—–

Ég vakna eftir langan blund og fer fram að fá mér morgunmat. Þegar það er búið fer ég bara að horfa á sjónvarpið og á stöð sem heitir “Yummy Channel” eitthvað og ég horfi á hana þangað til klukkan ellefu því þá fer ég í vinnu. Þegar vinnan er búin fer ég heim en þá kemur í ljós að ég fékk stöðuhækkun en klukkan er núna um fimm leitið og ég þarf ekki í vinnu fyrr en eftir rúma tuttugu og fjóra klukkustundir því nýji tíminn byrjar fimm;) En ég fer og elda um leið og ég er búin í vinnu. Ég fæ mér rétt eins og var í sjónvarpinu og hann bragðast bara mjög vel. Eftir mat fer ég og hringi í pabba og býð honum yfir og hann þyggur það. Við röbbum saman og hann segir að hálf bróðir minn hann Jhonny er orðinn fullorðinn og margar fleiri fréttir en svo þarf hann að fara aftur og þá fer ég bara að sofa og sef vært.

—–Chloe dagur 3—–

Ég vakna við systur mína vera að gera pönnukökur og ég fer fram og fæ mér smá bita. Svo fer ég á netið og tala við Carl. Við erum orðin ágætis vinir og erum á föstu. Hann spyr hvort hann megi koma yfir og ég leyfi það en þegar hann kemur förum við aðeins að tala saman en svo fer hann að reyna við mig! Hann heldur í hendurnar á mér og er ósköp ljúfur og svona. Ég spyr hann svo um hvað hann á marga vini og hverjir það eru og hann segir að hann er á föstu með fimm konum mér meðaltalinni og þá brjálast ég auðvitað og segi honum að fara út en þegar hann er farinn hugsa ég að ég er skotin í honum en ég er einnig hrifin af öðrum. Ég hugsa dálítið lengi en fer svo á klósettið og svo í sturtu en ég get aðeins lagt mig en fer svo strax í vinnu. Þegar ég kem heim fer ég og fæ mér mat en fer svo að sofa.

—–Lola dagur 3—–

Ég vakna eftir draum um sætar sykurbollur og svínakjöt og allt sem ég get ýmindað mér! En þegar ég vakna fer ég og útbý pönnukökur fyrir mig og systir mína og svo fer ég að vaska upp. Ég horfi á uppáhaldssjónvarpsstöðina mína sem er “Yummy Channel” og horfi á hana þangað til að klukkan verður ellefu því að þá fer ég í vinnu, nei.. alveg rétt.. ég var komin með stöðurhækkun og fer ekki í vinnu fyrr en kukkan verður fimm.. alveg rétt;) en þá fer ég bara í sápukúlu bað og fer svo aðeins út en þá kemur maður framhjá sem heitir Logi. Við heilsumst og svo förum við að tala saman og ég býð honum inn og við förum að horfa á sjónvarpið. Við horfum þangað til að kukkan verður þrjú því að þá þarf hann heim því að ég ætla að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og á klósettið og allt það og svo kemur bíllinn og ég fer í vinnu og svo kem ég heim svo seint að ég fer strax að sofa.

—–Chloe dagur 4—–

Ég vakna eftir frábæran draum um Carl og mig. Um leið og ég vakna fer ég og býð honum yfir og á meðan að hann er á leiðinni þá fer ég á klósettið og svo kemur hann og við fáum okkur morgunmat og tölum aðeins saman og ég biðst afsökunar og hann fyrirgefur mér. Síðan kyssir hann mig og þá verð ég ástfangin af honum. Ég verð aðeins að slaka á og fer inn í herbergi og relaxa aðeins. Þá kemur hann og við kúrum aðeins en þá kelum við aðeins og svo gerum við “WooHoo” og svo sofna ég og þá fer hann en þá er klukkan orðin tvö og ég þarf að fara að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og svo á klósettið og fæ mér aðeins að borða en þá kemur vinnubíllinn og ég fer í vinnu. Og þá, þegar ég kem heim úr vinnu, þá fer ég beint í rúmið að sofa og sef vært.

—–Lola dagur 4—–

Mig dreymir um svínakótelettur og sykurbollur sem ég borða með Sylviu. En svo vakna ég og hugsa um Sylviu. En þá fer ég og ætla að hringja í hana og bjóða henni í mat en hver í símanum? Auðvitað hún Chloe símalína! Hún er alltaf í símanum að tala við þennan Carl. En þá fer ég bara í hinn símann og hringi en þá er hún í vinnu svo ég borða bara ein. Þegar ég er búin að borða þá hringir síminn og það er hún og hún spyr mig hvort hún megi ekki koma yfir og ég játa því. Við erum orðnar mjög góðar vinkonur en svo allt í einu þá faðmar hún mig en ekki svona vina faðmlag heldur rómantískt faðmlag. En það er í lagi því að mér finnst hún mjög sæt. En þá verð ég dálítið skotin í henni en þá alltí einu kyssir hún mig! En svo þarf hún að fara því að klukkan er orðin fjögur og ég fer í vinnu fimm. Þá fer ég í sturtu fæ mér snöggann mat og fer svo á klósettið og þá er bíllinn búinn að bíða í hálf tíma og er ekki farinn en svo kem ég og þegar ég er búin í vinnu þá fæ ég stöðuhækkun og fer á morgun í vinnu klukkan sjö að morgni til! En ég fer bara að sofa núna því ég er uppgefin!

—–Chloe dagur 5—–

Ég og Carl erum svo náin orðin að mig dreymdi hann í nótt!! Hann er ótrúlega sætur og er svo yndislegur að það er ekki eðlilegt! Þegar ég vakna hringir síminn og það er Carl. Hann biður mig um að koma með sér út að borða eða á date og ég samþykki það og fer ég í sturtu og svo á klósettið og hef mig til á date-ið!! Hann kemur klukkan níu, að morgni til, og keyrir á veitingastað sem er frábær!! Þegar við erum búin að borða fer ég að máta föt. En þá kemur hann inní mátunarklefann og við gerum “Public WooHoo”! svo förum við bæði heim til mín og gerum “WooHoo” og þá er ég mjög glöð en sofna og þá fer hann. En þá er klukkan líka half tvö og ég þarf að fara að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu, á klósettið og fæ mér að borða og svo kemur bíllinn og ég fer uppí og svo kem ég heim og er þá komin með stöðu hækkun:) Núna mæti ég alltaf í vinnu klukkan 18 og kem heim klukkan 24. En núna er ég svo þreytt að ég bara verð að fara að sofa. Ég horfi samt aðeins fyrst á sjónvarpið:)

—–Lola dagur 5—–

Jæja.. Eina nóttina enn dreymir mig um hana Sylviu..:) ég er hreynlega ástfangin af þessari konu. En hinsvegar þurfti ég að vakna ofur snemma því að nýja stöðuhækkunin mín byrjar klukkan sjö að morgni til! En ég vaknaði sex og ég þarf að fara í sturtu og á klósettið. Svo er ég óskaplega svöng og verð að fá mér smá pönnukökur. En þegar ég er búin að borða smá þá kemur bíllinn fyrir utan. Ég reyni að drífa mig að borða svo að ég missi ekki af honum en þá er klukkan fimm mínútur í sjö og ég flýti mér eins og ég get og rétt næ honum! En ég kem nú heim klukkan tvö svo að það er léttir. Um leið og ég kem heim legg ég mig til þrjú og hringi svo í Sylviu og býð henni yfir í mat. Hún játar og kemur. Við borðum yndælar samlokur og förum svo að horfa á sjónvarpið. En hún hættir því og þá hætti ég því. En þá fer hún allt í einu í heitapottinn og ég verð auðvitað að gera það líka. En þá vill hún dálítið sem mér finnst of mikið. Hún vill gera “WooHoo”! en ég er ekki fyrir svoleiðs svo að ég neita. En þá verður hún fúl og vill helst fara og hún fer. Þegar hún er farin hringi ég í hana og biðst afsökunar og hún tekur því.. sem betur fer;) en nú er klukkan orðin 6 að kvöldi til og ég ætla bara í sturtu og svo á klósettið og síðan bara að hátta því að ég þarf að vakna snemma í fyrramálið!

—–Chloe dagur 6—–

Þetta var ekki svo góð nótt í nótt:/ ég gat ekki sofnað því að ég var að hugsa um Carl svo lengi og svaf ekki nema eitthvað um þrjá klukkutíma allt í allt! En þegar að ég fór fram fékk ég mér morgun mat, smá Cerios, og fór svo í sturtu og svo á klósettið, auðvitað;). Síðan hringdi ég í Carl og við töluðum saman í tvo heila klukkutíma! En þegar ég var búin að tala við hann gat ég sofnað aftur og svaf í þrjá aðra tíma. Þegar ég vaknaði í annað sinn þá var klukkan orðin hálf tvö. En ég nennti ekki að hringja í Carl núna því að ég ákvað bara að vera aðeins heima. Ég fór hins vegar aðeins út til að fá mér smá frískt loft en þá fór framhjá maður. Hann er mjög sætur og myndarlegur. Við heilsuðumst og hann sagðist heita Aaron. Ég bjóddi honum inn og hann vildi það. Við fórum að tala saman og hann sagði mér að hann væri skildur því að hann sá konuna sína halda framhjá honum og það sást á honum því að hann var alltaf að gráta! En ég sá strax að þetta var ekki maðurinn fyrir mig. Ég vísaði honum á dyr og hann var í öngum sínum! En þá fór ég að hafa mig til fyrir vinnu því að klukkan var nú þegar orðin half fimm. Vá hvað tíminn líður hratt! En ég fór í sturtu, á klósettið, eins og vanalega;) en þegar ég var búin að fá mér kökur á eftir klóinu þá rétt náði ég bílnum! En klukkan var svo ótrúlega margt þegar að ég kom heim að ég var alveg búin á því og varð að komast í rúmið!

—–Lola dagur 6—–

Jæja.. Sylvia hefur fyrirgefið mér en ég verð bara eða mér finnst ég bara þurfa að vera meira ástfangin af henni! En allaveganna þá verð ég að vakna klukkan hálf sex því að ég var að komast að því að það er of seint að vakna sex! En skiptir engu því að ég fer bara í sturtu og svo á klóið. En núna er ég afskaplega svöng svo að ég fæ mér pönnukökur, eins og vanalega;) en svo kemur bíllinn og ég fer uppí og þegar ég kem aftur þá fæ ég stöðuhækkun og byrja núna klukkan þrjú til níu. En ég hringi nú í Sylviu og býð henni út til að bæta skapið í mér. En þá kyssir hún mig og ég svo hana og svo er ég orðin ástfangin! Sko alvöru ástfangin því að áður var ég bara skotin í henni en nú er ég gersamlega ástfangin! Og mér lýður vel! En nú fer ég og fæ mér að borða og hún líka en svo fer hún að máta föt og segir mér að koma með sér og þá vill hún gera “Public WooHoo” og ég játa því af því að nú er ég ÁSTFANGIN!!! En við gerum það og svo fer ég heim og hún til sín en ég er alveg búin á því og legg mig aðeins og fer svo í sturtu og svo á klóið. En kukkan er orðin fimm og ég er allveg búin á því eftir daginn jafn vel þótt að ég hef lagt mig aðeins en það var nú bara korter;) en fyrst fæ ég mér svínakjöt og það tekur um klukkutíma að hafa það til og svo ætla ég að borða það og svo tek ég það til og þá er liðinir tveir tímar síðan að ég fór á klóið þanni að hún er sjö. En ég fer nú bara að horfa á sjónvarpið og hafa það huggulegt og svo.. get ég farið að sofa;)

—–

Hér kemur svo þetta nýja:)

—–

—–Chloe dagur 7—–

Guð! Ég vakna um miðja nótt til að æla! Mér líður eins og ég sé ólétt eða eitthvað! Ég fer og fæ mér að borða og fer svo aftur að sofa en vakna aftur og sé að maginn minn hefur stækkað! Ég er ólétt! Eftir Carl þegar við gerðum það fyrir nokkru.. á fimmta degi!!! Gövuð!!! Ég er komin á annan dag! Ég fæði á morgun! Jæja.. stay com! En við vorum ekki að reyna að eignast barn! Það gerðist áreiðianlega bara fyrir slysni en ég fattaði ekki að ég var ólétt! (ég, SiBoJo, fattaði það ekki sjálf:S) en ég ætla að eiga það og allt það.. en núna er ég í spreng og verð að fara á klósettið og í sturtu og að horfa á sjónvarpið því mér leiðist! En ég fer til systur minnar og vek hana og segi henni allt af létta og hringi svo í pabba og svo síðast en ekki síst í Carl! Hann verður svo undrandi að ég skelli á og græt og þá kemur systir mín og huggar mig og hún útbýr pönnukökur.. hún er svo góð! En svo verð ég að fara og leggja mig. Ég svef frá níu um morgun til tólf að hádegi. Þá fer ég og les í dá góða stund og fer svo bara á klósettið og svo beint í sturtu og svo æli ég og þá fer ég og fæ mér að borða og horfi á sjónvarpið en fer svo í vinnu og svo beint að sofa.. en ég fékk stöðuhækkun og fer klukkan þrjú í vinnu og kem heim klukkan níu að kvöldi til.

—–Lola dagur 7—–

Ég er vakin af systur minni klukkan fjögur um nótt og þá sagði hún mér þessar fréttir! Hún ætti að passa sig betur! En ég fer og relaxa aðeins í rúminu og á meðan er Chloe að tala við þennan ömurlega Carl! Hann ætti að vera betri við systur mína því að annars fær hann einn á lúðurinn! En auðvitað þarf hann að græta hana! Ég fer og hugg’ana og útbý þá pönnukökur svo að henni líði betur. En svo er klukkan orðin hálf sex! Ég dreyf mig á klóið og svo bara fer aðeins í tölvuna í leik og svo bara korter í sjö er bíllinn ennþá úti og ég hleyp út! Ég rétt næ honum og kem svo heim á slaginu tvö. Þá býð ég Sylviu yfir og hún kemur. En vitiði hvað hún gerði? Hún bað mig um að giftast sér! Eins og að trúlofast! Ég neitaði af því að mér finnst við ekki vera komnar nógu langt og mér finnst ég eiginlega ekki vera “ástfangin” en ég er það.. ég bara vill ekki giftast henni! Í gær hefði ég svo sagt já en ég bara get það ekki.. ég veit ekki afhverju.. ég bara get það ekki. En þá fer hún. Og ég verð leið. En mig langar svo að eignast barn! Ég verð að hringja í ættleiðingarstofuna. Ég geri það og vel mér lítinn toodler. Mér er sagt að ég fæ hann á morgun klukkantíu um morgun. Ég vek systir mína og segi henni það og hún verður alveg agndofa en samgleðst mér. En ég verð að fara að sofa.. góða nótt..

—–Chloe dagur 8—–

Ég er vakin um miðja nótt og er sagt frá ættleiðingunni. Ég samgleðst systur minni en fer svo aftur að sofa. Svo vakna ég og æli eins og vanalega en svo fæ ég hríðir! Ég fæði einn lítinn engil! Það er strákur og hann er geimvera með geimveruaugu eins og ég en með svart hár eins og pabbinn. Ég skýri hann Dave.. Dave Singles. Hann er svo fallegur! Hann er alveg eins og ég nema að hann er með hárið hans pabba síns, alveg svart og flott. En núna kemur systir mín inn og sér litla engilinn. Hún segir að ættleiðingin sé að koma. Hún kemur. Lítill strákur með ljóst hár og er alveg skær hvítur. En svo segir systir mín mér að hún verði að fara. Hún fer í símann og hringir eitthvað ég horfi á sjónvarpið á meðan. Litli engillinn minn sefur:) en núna kemur einhver bíll og hún og strákurinn hennar fara uppí hann. Ég hleyp út og græt og veifa. Hún er farin. Hún er farin. Hún er farin. Dave era ð gráta og ég verð að fara inn og ég fer inn. En það er allt svo tómlegt. Hún er farin. Ég fer snemma að sofa og sleppi vinnu. Hún er farin.

—–Lola dagur 8—–

Ég vakna klukkan hálf tíu um morgun því að systir mín fékk hríðir og fæddi sér son. Ég segi henni að ættleiðingin sé að koma og hún kemur. Það er strákur sem er alveg hvítur með ljóst hár og er svo sætur. Hann heitir Alex. Ég er svo stolt af mér að hafa ættleitt. En nú ég verð að fara. Ég verð því að systir mín er komin með barn og ég líka og við erum orðin fjögur og það er of mikið. Ég verð að fara því að ég ætla að ala þetta barn upp sjálf. Ég fer uppí bílinn og fer. Ég er farin. Alex er farinn. Við erum farin.

—–

Þetta er síðasta framhaldið..

—–