—–

Þetta er framhald af sögunni “Singles..” og hér er það sem var í þeirri sögu og svo kemur það nýja. Ég hef það svona svo að þeir sem að ekki hafa lesið hina söguna viti hvað er í gangi:)
Hér byrjar það!

—–

—–Chloe dagur 1—–

Ég vaknaði og ætlaði aðeins að fara á netið að tala við einhvern. Á netinu fann ég mann sem var við mitt hæfi og hann heitir Carl (Carl er með Romance líka). Ég spurði hann hvort hann vildi koma yfir og fá sér pönnukökur með mér og hann vildi það og kom. Eftir smá morgunmat fórum við að horfa á sjónvarpið. Síðan var klukkan orðin þrjú og ég þurfti að fara að vinna og þá fór hann. Ég var að vinna langt fram á kvöld og fór strax að sofa um leið og ég kom heim.

—–Lola dagur 1—–

Ég vaknaði og ákvað að fara fram og fá mér að borða Cerios. Svo fer ég í sturtu en hún bilast svo ég hringi í repairman og hann kemur og gerir við. Klukkan 11 fer ég svo í vinnu og kem ekki aftur fyrr en um fimm leitið. Ég fer og les mér til um matreiðslu og er svo bara orðin mjög flink í eldamennskunni en þá fer ég á klósettið og síðan aftur í sturtu. Vá hvað hún er góð eftir að það var lagað hana. En eftir smá sprett í sturtu fer ég og fæ mér aðeins að borða. Ég elda mjög góðan mat sem er eins og var í bókinni en eftir góðan mat er ég uppgefin og verð að fara í sturtu. Ég sofna vært og sef lengi.

—–Chloe dagur 2—–

Ég vakna eftir frábæran draum um mig og Carl. Um leið og ég vakna þá fer ég og hringi í hann. Við tölum lengi saman en svo segist hann vilja koma yfir og ég leifi það. Hann kom og hann fór í tölvuna því ég þurfti á klósettið og að fara í sturtu. Þegar ég kem úr sturtu kemur hann hlaupandi til mín og kyssir mig. Ég bregst illa við og ég hrindi honum af mér. En við förum svo að tala saman og þá kyssi ég hann og hann bregst vel við en þá er ég farina ð kunna vel við hann og svo allt í einu vill hann fara því að hann er svangur. En þá fer ég bara og horfi á sjónvarpið þangað til klukkan verðr þrjú og þá fer ég í vinnu. Svo þegar ég kem heim fer ég beint uppí rúm.

—–Lola dagur 2—–

Ég vakna eftir langan blund og fer fram að fá mér morgunmat. Þegar það er búið fer ég bara að horfa á sjónvarpið og á stöð sem heitir “Yummy Channel” eitthvað og ég horfi á hana þangað til klukkan ellefu því þá fer ég í vinnu. Þegar vinnan er búin fer ég heim en þá kemur í ljós að ég fékk stöðuhækkun en klukkan er núna um fimm leitið og ég þarf ekki í vinnu fyrr en eftir rúma tuttugu og fjóra klukkustundir því nýji tíminn byrjar fimm;) En ég fer og elda um leið og ég er búin í vinnu. Ég fæ mér rétt eins og var í sjónvarpinu og hann bragðast bara mjög vel. Eftir mat fer ég og hringi í pabba og býð honum yfir og hann þyggur það. Við röbbum saman og hann segir að hálf bróðir minn hann Jhonny er orðinn fullorðinn og margar fleiri fréttir en svo þarf hann að fara aftur og þá fer ég bara að sofa og sef vært.

—–

Hérna byrjar svo það nýja:) reyndar er það einnig bara tveir dagar en það er samt eitthvað en ég segi það alltaf svona í svona pörtum:)

—–

—–Chloe dagur 3—–

Ég vakna við systur mína vera að gera pönnukökur og ég fer fram og fæ mér smá bita. Svo fer ég á netið og tala við Carl. Við erum orðin ágætis vinir og erum á föstu. Hann spyr hvort hann megi koma yfir og ég leyfi það en þegar hann kemur förum við aðeins að tala saman en svo fer hann að reyna við mig! Hann heldur í hendurnar á mér og er ósköp ljúfur og svona. Ég spyr hann svo um hvað hann á marga vini og hverjir það eru og hann segir að hann er á föstu með fimm konum mér meðaltalinni og þá brjálast ég auðvitað og segi honum að fara út en þegar hann er farinn hugsa ég að ég er skotin í honum en ég er einnig hrifin af öðrum. Ég hugsa dálítið lengi en fer svo á klósettið og svo í sturtu en ég get aðeins lagt mig en fer svo strax í vinnu. Þegar ég kem heim fer ég og fæ mér mat en fer svo að sofa.

—–Lola dagur 3—–

Ég vakna eftir draum um sætar sykurbollur og svínakjöt og allt sem ég get ýmindað mér! En þegar ég vakna fer ég og útbý pönnukökur fyrir mig og systir mína og svo fer ég að vaska upp. Ég horfi á uppáhaldssjónvarpsstöðina mína sem er “Yummy Channel” og horfi á hana þangað til að klukkan verður ellefu því að þá fer ég í vinnu, nei.. alveg rétt.. ég var komin með stöðurhækkun og fer ekki í vinnu fyrr en kukkan verður fimm.. alveg rétt;) en þá fer ég bara í sápukúlu bað og fer svo aðeins út en þá kemur maður framhjá sem heitir Logi. Við heilsumst og svo förum við að tala saman og ég býð honum inn og við förum að horfa á sjónvarpið. Við horfum þangað til að kukkan verður þrjú því að þá þarf hann heim því að ég ætla að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og á klósettið og allt það og svo kemur bíllinn og ég fer í vinnu og svo kem ég heim svo seint að ég fer strax að sofa.

—–Chloe dagur 4—–

Ég vakna eftir frábæran draum um Carl og mig. Um leið og ég vakna fer ég og býð honum yfir og á meðan að hann er á leiðinni þá fer ég á klósettið og svo kemur hann og við fáum okkur morgunmat og tölum aðeins saman og ég biðst afsökunar og hann fyrirgefur mér. Síðan kyssir hann mig og þá verð ég ástfangin af honum. Ég verð aðeins að slaka á og fer inn í herbergi og relaxa aðeins. Þá kemur hann og við kúrum aðeins en þá kelum við aðeins og svo gerum við “WooHoo” og svo sofna ég og þá fer hann en þá er klukkan orðin tvö og ég þarf að fara að hafa mig til fyrir vinnu. Ég fer í sturtu og svo á klósettið og fæ mér aðeins að borða en þá kemur vinnubíllinn og ég fer í vinnu. Og þá, þegar ég kem heim úr vinnu, þá fer ég beint í rúmið að sofa og sef vært.

—–Lola dagur 4—–

Mig dreymir um svínakótelettur og sykurbollur sem ég borða með Sylviu. En svo vakna ég og hugsa um Sylviu. En þá fer ég og ætla að hringja í hana og bjóða henni í mat en hver í símanum? Auðvitað hún Chloe símalína! Hún er alltaf í símanum að tala við þennan Carl. En þá fer ég bara í hinn símann og hringi en þá er hún í vinnu svo ég borða bara ein. Þegar ég er búin að borða þá hringir síminn og það er hún og hún spyr mig hvort hún megi ekki koma yfir og ég játa því. Við erum orðnar mjög góðar vinkonur en svo allt í einu þá faðmar hún mig en ekki svona vina faðmlag heldur rómantískt faðmlag. En það er í lagi því að mér finnst hún mjög sæt. En þá verð ég dálítið skotin í henni en þá alltí einu kyssir hún mig! En svo þarf hún að fara því að klukkan er orðin fjögur og ég fer í vinnu fimm. Þá fer ég í sturtu fæ mér snöggann mat og fer svo á klósettið og þá er bíllinn búinn að bíða í hálf tíma og er ekki farinn en svo kem ég og þegar ég er búin í vinnu þá fæ ég stöðuhækkun og fer á morgun í vinnu klukkan sjö að morgni til! En ég fer bara að sofa núna því ég er uppgefin!

—–

Svo kemur meira seinna:)