Jæja ég keypti mér sims 2 þegar hann kom út eins og margir aðrir og byrjaði að spila. Ég og tvær vinkonur mínar bjuggum til Lavander-fjölskylduna en í henni voru Maxime (karl sko) og Rose Lavander.
Þau eignuðust synina Peter og George Marilyn (ég veit að nafnaval mitt í þessum leik er brenglað).
Við vinkonurnar nýttum okkur nýju litina sem hægt er að velja á húsgögn og gerðum húsið mjög funky m.a. appelsínugulann ískáp, eldrautt borð og stóla o.s.frv.
Maxime var allt sitt líf í vinnu hjá hernum, afar massaður og hátt settur og fór aldrei á ellilífeyri en Rose hugsaði um synina tvo. Peter var með Romance aspiriation og varð á unglingsárunum ástfanginn af Violet Flowerfield. Þegar hann varð fullorðinn fór ég í hennar fjölskyldu og lét hana líka verða fullorðna og Peter og Violet giftust svo að það var kominn nýr meðlimur í Lavander fjölskylduna.
George Marilyn var með knowledge aspiriation og var ekki mjög mikið fyrir félagslífið þegar hann var unglingur.
En þegar Peter átti von á sínu fyrsta barni með Violet og George Marilyn var unglingur dóu Maxime og Rose ellidauða.
Um degi seinna eignuðust Violet og Peter soninn Ralph.
George Marilyn var afar feiminn og ég var farin að halda að hann fyndi aldrei kvenmann við sitt hæfi. En ég hafði rétt fyrir mér. Hann fann aldrei réttu konuna. Hinsvegar giftist hann karlinum Jonathan Arvery og þeir ættleiddu saman dótturina Carolinu Reginu.
En þá byrjuðu hlutirnir að fara smá úrskeiðis.
Peter og George Marilyn voru báðir í vinnu (Peter var í hernum og George Marilyn var læknir) en Violet og Jonathan Arvery voru bæði heimavinnandi.
Þá byrjuðu þau að halda framhjá og framhjáhaldið stóð þangað til að Ralph varð fullorðinn og flutti að heimann en þá komust George Marilyn og Peter að því.
Þeir brjáluðust út í maka sína en sættust að lokum. En svo þegar Violet og Peter urðu gömul byrjaði framhjáhaldið aftur og stendur enn.
Hvað Ralph varðar þá giftist hann Lucy Burp og þau eignuðust dóttirina Charlotte og nú eru Charlotte og Carolina Regina orðnar ástfangnar.