Já Sims 2 var að koma í búðir fyrir nokkrum vikum og hann er rosalegur. Eitt og annað vakti athyggli mína þó. Þú getur alveg smíðað simsana þína einsog þú villt hafa þá, allt frá því hvort þeir eru feitir eða ekki og hvernig augabrúnirnar þeirra eru. Svo getur maður líka ákveðið fötin þeirra. Normal, formal, underware og swimsuit. Mjög nett.

Eitt sem ég tel vera þvílíkan kost það er að þeir þurfa ekki að sofa eins mikið einsog venjulega. Hver man ekki eftir því að þeir þurfi að fara að sofa klukkan 20:00 og vakna klukkan 5:00 til að ná öllu fyrir car pool-ið og svona. Svo getur maður líka ákveðið hvernig húsgögnin eru og svona.

Svo er þetta markmiða system og það er flott viðbót þar sem þetta gat oft orðið soldið einhæft. Þú getur í persónusköpuninni ákveðið svona markmið, að verða frægur, finna rómantíkina, eingast börn, verða ríkur og annað. Mjög skemmtilegt og fær maður punkta fyrir að þóknast þessum löngunum manns. Þessa punkta er svo hægt að nota til að kaupa allskonar hluti og elska ég líf elexírinn, hann getur maður notað til að láta simsana sína yngjast. Það er nefninlega drulluerfitt að fá þá til að klára karríerinn sinn bara á adult-stiginu. En þeir einsog áður sagði, eldast sem er líka sniðugt.

Eini gallinn sem ég hef rekist á er kameran. Það er soldið erfitt að venjast þessari 3D kameru, oft er maður kominn alltof nálægt eða of langt í burtu. Þetta er samt mjög skemmtilegt þegar maður er búinn að venjast þessu því að maður getur alveg súmað ofan í andlitin á simsunum manns.

Núna er hægt að fá karl og kvenn sim til að gera woo-hoo í rúminu, sem er eiginlega ekkert spes, bara þau fara uppí rúm og svo bara breytist allt í einhvern skrípaleik undir lakinu sem endar í pínkulítilli flugeldasýningu. Ekkert spes í rauninni. Þau geta samt reynt að búa til barn.

Já, svona er nú Sims2 í hnotskurn!