Jæja ég fór beint eftir vinnu í gær til að ná mér í leikinn, og ætla ég aðeins að fjalla um hann hér.

Í fyrsta lagi er alveg frábært hvernig maður getur búið simsinn sinn til, það er hægt að breyta hverju einasta smáatriði, meira að segja að mála konurnar. Svo á maður að velja “markmið” þeirra. Ég byrjaði á að gera par með fjölskyldumarkmið bæði, lét þau flytja inní hús og byrja að hlaða niður börnum, þvílík hamingja hjá þeim. Það er æði hvernig maður getur hugsað um börnin, fyrst þarf að gefa þeim pela, og skipta á þeim. Svo verða þau að “toddlers” og þarf að kenna þeim að fara á koppinn og tala og svona. Mér fannst virkilega fyndið, simsarnir hafa núna hræðslur og langanir, og pabbinn í þessari fjölskyldu var með fóbíu við að skipta á bleyjum! :D Svo bjó ég til einhleypa konu, með ástar markmið, og hún er bara með brókarsótt á háu stigi! Hennar langanir eru að vera ástfangin af 2 í einu, fara í 3 some og fleira skemmtilegt hahaha.
Aðrar breytingar eru að nú þurfa þau að þrífa mikið meira, og öðruvísi, ekki þessar hálfvita flugur og pöddur, nú þarf að þurrka af og svona. Svo læra þau að þrífa og elda við að gera þetta. Í hvert skipti sem simsinn fær cook point, þá bætist við ein máltíð sem hann lærir að elda. Svo þarf maður að annað hvort panta mat, eða maður getur farið útí búð og keypt, bara ekki eins mikið.

En þetta er svona það sem ég hef verið að prófa, endilega komið þið með ykkar eigin sögur um leikinn, og hvernig þið erum að fýla hann :)

P.S. comment eins og “sims er geggt ömó marr” eru vinsamlegt afþökkuð
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…