ég hef aldrei haft mikinn áhuga á Sims en um daginn fékk ég að prófa hann hjá litlu systur minni. Ég bjó til eina fjölskyldu en því miður breyttist litla fjölskyldan mín í einhvern dramatískann harmleik…..

Ég bjó til litla og krúttlega fjölskyldu sem bar nafnið Field. Það voru kallinn, Rodrigo Field sem var sólbrúnn súkkulaðigæji (hálfgrískur sko ;)) konan,Natalie Field sem var þekkt fyrir hippalegann klæðaburð og svo stórfallega dóttir þeirra,Rose. Einnig bjó hin grimma og nöldurgjarna Ruth Field(móðir Natalie)hjá þeim. Rodrigo og Natalie voru mjög ástfangin. Þau voru að kyssast og kela daginn út og inn,á meðan Rose stóð sig vel í skólanum og kom með pening heim á næstum hverjum degi. Svo kom að því að þau urðu alveg skítblönk. Þá var kominn tími til að þau fengju sér vinnu! Rodrigo gekk í herinn og Natalie varð frægur brúðkaupssöngvari. Þrátt fyrir góðar tekjur eyddist peningurinn alltaf jafnóðum af því að Rodrigo fór í bæinn um hverja helgi á fyllerí og eyddi alltaf peningunum í einhverja vitleysu! Þegar ástandið var sem verst fór hann á hverjum degi eftir vinnu. Natalie varð alltaf þreytt og pirruð og lét það bitna á Rose. Rose fór að ganga verr og verr í skólanum. Að lokum var hún send í herskóla og hafði svo ekkert samband við fjölskyldu sína. Þá urðu Rodrigo og Natalie leið. Ruth var að gera alla brjálaða á nöldrinu í sér af því að nú hafði hún engann að tala við sig. Rose var sú eina sem hafði nennt því. Rodrigo og Natalie ættleiddu svarta stúlku sem þau skírðu Tessa. Ruth tók gleði sína á ný og var alltaf með Tessu inni hjá sér að spá í kristalkúluna sína og svona. Þær voru mjög hamingjusamar og Tessu gekk vel í skólanum. En á sama tíma var Rodrigo orðinn illa farinn alki og þunglyndissjúklingur. Hann drekkti sér á endanum í sundlauginni. Öll fjölskyldan varð sorgmædd og klæddist sorgarklæðnaði í langann tíma! Meira að segja Natalie lét sig hafa það að ganga í svörtu. En tíminn læknaði ekki sár Natalie og hún grét við gröf Rodrigos á hverjum einasta degi. Á endanum dó hún úr sorg og var jörðuð við hlið Rodrigos. Tessa og Ruth voru núna einar eftir. Þar sem Tessa var í skóla og Ruth var ellilífeyrisþegi og vann ekki neitt urðu þær skuldugar upp yfir haus og vissu ekkert hvað þær ættu að gera! “töframaðurinn” kom nokkrum sinnum í viku og tók húsgögnin þeirra upp í skuldir þangað til að þær áttu bara það allra nauðsynlegasta eftir. Þá tók Ruth til sinna ráða. Hún opnaði kassann frá Mystery Man og hafðist handa við að læra galdra. Hún lagði stund á svartagaldur og drap alla sem komu nálægt húsinu þeirra. Hún þénaði peninga á því að taka reglulega þátt í galdraeinvígum sem hún vann alltaf. Tessa var orðinn virkilega einangrað barn þar sem enginn þorði að koma nálægt húsinu hennar. Hún fór líka að stunda galdra,þó ekki jafn hættulega og amma hennar. Hún kveikti reyndar í húsinu á fikti sínu og drap þar með sjálfa sig. Var hún svo jörðuð hjá foreldrum sínum.

Ruth sat ein eftir í húsinu og grét við grafir afkomenda sinna. Á hverri nóttu fóru draugarnir á stjá en þeir voru einu vinir hennar. Hún hélt áfram að drepa alla sem komu nálægt húsinu sínu. Hún var stórhættuleg gömul kona sem allir hræddust. Og á hverjum degi vonast hún eftir að frétta eitthvaðfrá dótturdóttur sinni,Rose, sem var rekin í herskóla fyrir nokkrum árum . En aldrei gefur hún frá sér lífsmark. Þrátt fyrir það situr Ruth og vonar…..

Þetta var sagan um Field fjölskylduna sem endaði svona sorglega.