Jæja ég er með sona pínu sims æði en hef ekkert farið í hann í mánuð svo að ég ákvað að prófa að spila hann sona smá aftur.
Með sims unleased leiknum fylgja fullt af fjölskyldum meðal annars Mama en það er ömurleg kelling sem að á ekkert nema 3 hunda sem að kunna ekki neitt og pissa út um allt.
Ég ákvað að breyta þessu. Ég myrti 2 af hundunum lét Mama vera smá í viðbót í vinnunni en byrjaði svo að láta hana mála og æfa charisma og allt það. Svo lét ég hana finally afara niður í stúdíótown og syngja. Svo skyndilega eftir 10 daga var hún orðin súperstjarna. Unfortunately þá gleymdi hún að gefa hundinum sínum sem að drapst. Ég lét Mama þá flytja í nýtt hús. Þegar maður er superstar þá græðir maður svo mikið af peningum að það er ekki eðlilegt.
En það var eitt sem að Mama vantaði. Karl. Ég gat alltaf deletað henni þegar hún kom úr stúdíotown og hún misst engann skill point af því svo að hún hafði alla restina af deginum til að leita sér að karli. En aðdáendurnir eltu hana um allt og obsent fan stal af henni öllum verðlaunagripunum (vitiði hvernig ég get fengið hann til að hætta því það virkar ekki að hringja í lögregluna). En allavegana hún hitti að lokum karl sem að gaf ekki sjit yfir því að hún væri fræg og eftir tíu daga giftust þau.
Svo fimm dögum seinna eignuðust þau krakka sem að ég skýrði Star.
Krakkinn var svo ógeðslega afspyrnu ljótur(eins og mamma hans og pabbi reyndar) að ég ætlaði að drepa hann. En fyrst keypti ég þrjá hunda sem ég skýrði Mofo, Kiri og Igol (ekki spyrja mig afhverju). Svo setti ég strákinn inn í herbergi og kveikti í.
En ég hafði óvart sett Mofo, Kiri og Igol þangað inn líka.
Og Mofo Kiri og Igol dóu en grafirnar þeirra röðuðust í kringum strákinn þannig að hann dó ekki.
Ég lét þau flytja í nýtt hús því að strákurinn vildi ekki hætta að grenja yfir gröfinni hjá hundunum. Þá tók ég nýja ákvörðun.
Strákurinn átti að verða proffi og pabbinn átti að fá bestu hugsanlegur vinnuna.
Kallinn hækkaði stöðugt um tign og Mama hélt áfram að vera jafn ógeðslega fræg og vanalega. Strákurinn varð hinsvegar algjör tossi og neytaði að læra jafnvel þó að hann væri í bestu mood.
Ég var orðin mjög pirruð á þessum krakkafávita en það eina sem hann gerði var að standa í veg fyrir Mama og manninum hennar.
Þá bjó ég til karl sem að ég skýrði bara Kall. Ég lét hann giftast Mama og lét gamla manninn hennar Mama giftast inn í þessa fjölskyldu. Svo lét ég Kall giftast Konu sem að ég bjó til.
Þá hýrðist strákurinn þarna einn eftir og gafst að lokum upp, féll grenjandi á gólfið og dó. Ég held að þessi krakki hafi lifað á kvöl annara svei mér þá.
Allavega nú eignuðust Mama og kallinn hennar sex börn sem að urðu fyrirmyndarnemar en ég gleymdi að setja reykskynjara í nýja húsið þannig að allt brann.
Ojæja.