The Sims Ég hef verið að spila the sims svolítið en er að slaka á því núna og hef ekki farið í þann alræmda leik í rúman mánuð. Mér finnst Sims mjög góður leikur og hann er vel hannaður en ég vil koma á framfæri nokkrum athugasemdum og staðreyndum um það sem mér finnst.

Mér fannst fyrsti sims leikurinn mjög góður og ég var hæst ánægð þegar ég eignaðist hann og fékk að spila hann því það var framúrskarandi, ég hékk í þessum leik allan daginn og stundum á nóttinni líka.

Persónurnar í sims eru vel skapaðar og það er mjög gott hvernig hægt er að breyta þeim eins og maður vill sjálfur hafa þær, en mér finnst eins og það sé svolítið verið að ýta út í það að konurnar gangi í einhverjum rosa litlum fötum, en það er einungis mín skoðun.

Ég hef spilað sims superstar svolítið og ég er mjög ánægð með hvernig hann er fyrir utan það að ef börn eru ekki svo góð í ensku, hvernig eiga þau þá að vita það, þegar þau koma í bæinn, hvar allt er, hvað er upptökustúdíó og hvar er hægt að fá að borða.. ég veit að það er hægt að setja bara svona merki og svona, en það er ekki nánar tiltekið en að í þessari ákveðnu byggingu er e-ð sem tengist t.d. tónlist.

Ég veit að mikið hefur verið að því undanfarið að fólk sé að kvarta yfir að það séu alltaf að koma nýir og nýir aukapakkar og ég er nokkurnveginn sammála, en mér finnst gott að það komi stundum e-ð nýtt og framleiðendur the sims þurfa líka að græða e-ð á þessum leikum og með því að koma alltaf með nýja og nýja aukapakka eru þeir að græða og verða ekki gjaldþrota af að selja þessa leiki.

Heimur okkar nú til dags er nokkurskonar tölvuheimur og passar sims mikið inn í það, en stundum er hægt að ganga of langt. Ég hafði spilað sims í einhvern ákveðinn tíma og þá var mig farið að dreyma að ég þyrfti að láta sims fólkið fá vinnu og ég var farin að hugsa um það, þegar ég var e-ð annað að gera, hvernig ég ætti að láta simskonuna mína fá stöðuhækkun þegar ég kæmi heim, það er of mikið.

Þegar manni er farið að dreyma sims og hugsa um það næstum allan sólahringinn er komið nóg og þá er kominn tími til að stoppa, hafa smá pásu, sama hversu mjög maður ann þessum leik, þá er það einfaldlega þannig.

Þessi Sims leikur er brjálæði og á endanum munum við öll telja okkur vera í leinum og vera enn háðari honum en við erum núna. Nei, ég er ekki að segja að þið eigið að hætta í sims, því sims er kúl, ég er að leggja til að við simsbrjálæðingarnir reynum að “slow down” til að fara ekki að dreyma um sims.

-GullaJ