Ég er núna nýlega búin að setja alla Sims leikina í nema þennan nýjasta. Þetta er mjög skemmtilegur leikur en mér finnst eitt vandamál vera. Sims fólkið hefur bara allt of mikið að gera!

Verða að fá ágætan svefn!

Gera eitthvað skemmtilegt! Að vísu er hægt að notfæra sér það með því að láta þau tefla eða spila á gítar eða eitthvað álíka.

Borða! Því meira sem þau læra að elda því betur borða þau, þannig að það tekur tíma að læra það!

Fara í vinnuna!

Hitta vinina - ég læt kallana oftast bara hringja og tala - þá græðir maður tíma.

Síðan verður að halda uppi sambandi við húsdýr eða maka!

Mér finnst þetta vera endalaust, það er allt of mikið að gera og ég varla hef tíma til að gera neitt!
Aðvísu verður þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra það sem hægt er að gera og mér hlakkar til að fá nýjasta GALDRAleikinn og kannski er ég bara svona óþolinmóð og vil gera allt strax.

Ég veit að það er lítið tilefni með þessari grein en mig langaði bara aðeins að fá að blása!