Sæl öll sömul!

Ég á í miklum vændræðum og er búin að eiga í þeim vændræðum síðan þessi eilskulegi vírus kom til sögunnar núna fyrr í mánuðinum. Þannig er mál með vegsti að tölvan og sims eru hætt að vinna smana. Þetta er mjög leiðinlegt þegar maður ættlar aðeins að skreppa í sims þá gengur það ekki upp vegna þess að tölvan slekkur á honum! Leikurinn hleður sig og svo þegar simslandið á að koma upp þá slekkur tölvan á leiknum og maður situr eftir mjög pirraður og langar til að öskra á tölvuna. Sem gengur pott þétt ekki upp þar sem tölvan er bara hlutur og getur ekki gert af þessu frekar en ég.

Þetta er samt mjög skrítið þar sem sims er eini leikurinn sem tölvan vill ekki og það er ekki vírus í henni alla vegana höfum við ekki orðið vör við neitt sem gæti skírt þetta nema að tölvan vill ekki leika sér í sims.

Hafið þið lennt í þessu? Eða er það bara mín tölva sem er með sjálfstæðan vilja og vill frekar vera í Championship manager? Eins og hvað sá leikur er nú leiðinlegur en það er annað mál.

Kunnið þið til dæmis að stilla þannig að maður þarf ekki diskinn til þess að vera í leiknum maður getur bara verið í honum án þess að hafa diskinn? Ég nefnilega nota diskinn alltaf og er að hugsa hvort þetta sé honum að kenna eða ekki?

En alla vegana þið getið rétt ýmindað ykkur hversu pirrandi þetta er? Ég meina maður bíður alveg spenntur eftir að komast inn í leikinn þar sem þessi hleðsla tekur tímann sinn og svo þegar maður á loksins að fá að komast inn og leika sér eins og maður lifandi getur þá slekkur tölvan bara á öllu saman og maður endar bara á því að fara í kapal í staðinn.

Kær kveðja
Silungu