Ég keypti mér Sims Superstar um daginn í Kanada og hlakkaði ekkert smá til að koma heim og prófa hann. Tölvan okkar heima var í geymslu annars staðar þannig að ég ákvað að setja hann bara fyrst í tölvuna hjá vinkonu minni svo við gætum spilað hann þar þangað til tölvan mín kæmi. Svo þegar tölvan loksins kom, gat ég ekki sett leikinn inn því ég var búin að setja hann inn annars staðar! Ekkert smá svekkjandi! Ég hef aldrei lent í þessu áður. Hef alltaf fengið lánaða leiki annars staðar og sett í mína og ekkert vesen.

Hvað ef maður myndi t.d. kaupa sér nýja tölvu eða eitthvað svoleiðis. Þyrfti maður þá að kaupa sér nýjan leik? Það var heldur HVERGI á leiknum eða í bæklingnum viðvörun um að þetta myndi gerast.

Ég veit að auðvitað er bannað að lána öðrum leikinn sinn en hver gerir það ekki? Veit einhver hvað ég get gert til að spila leikinn heima hjá mér?

Kveðja, Fríða.