Simsarnir koma á Gameboy Advance Tekið af BT.is

Electronic Arts hefur tilkynnt að leikurinn The Sims? Bustin' Out sé í framleiðslu fyrir Game Boy® Advance hjá Maxis?, í samvinnu með Amaze Entertainment og Griptonite Games. Í fyrsta skipti geta eigendur Game Boy Advance upplifað hina fjörugu og ófyrirsjáanlegu Simsa. Leikmenn geta látið Simsana sína upplifa glæný umhverfi, sem aðeins munu sjást á Game Boy Advance. The Sims Bustin' Out á Game Boy Advance mun koma út á sama tíma og The Sims Bustin' Out kemur út fyrir leikjatölvurnar.

“Í hvert skipti sem við færum The Sims á nýjar gerðir tölva, umskrifum við spilun leiksins til að skapa meira spennandi og nýrri upplifun af The Sims. Leikmenn munu upplifa hinn klassíska spilastíl Game Boy Advance tölvunnar með hinum velþekktu Simsum” segir Sinjin Bain, framleiðandi leiksins hjá Maxis.

Líkt og í fyrri Sims leikjum, geta eigendur Game Boy Advance skapað Simsa með einstaka persónuleika og stýrt þeim svo að vild, en passa verður uppá hreinlæti þeirra, þægindi og hungur.

Leikurinn hefst á því að Simsinn býr einn og þarf að vinna sig upp um nokkur stig ásamt því að búa í sátt og samlyndi við íbúa SimValley. Ef Simsanum vegnar vel bíður stærra hús og flottari staðir. Leikurinn inniheldur meira en 20 mismunandi umhverfi og meðal þeirra er til dæmis “Biker Juice Bar” og “The Ultimate Dance Club”. Þar fyrir utan inniheldur leikurinn 8 nýja möguleika á starfsframa, sem meðal annars köfunarkennar og eigandi Pizzustaðar. Og ef mönnum finnst hlutirnir ekki nógu fjörmiklir er hægt að smella sér á mótorhjól og keyra á milli staða í SimValley. Í leiknum hitta spilarar fyrir meira en 30 nýjar persónur sem eru aðeins í Game Boy Advance útgáfunni, og ef það er ekki nóg, er hægt að skella sér út í næstu gæludýrabúð og ná sér í hund eða kött.

Öfugt við fyrri leiki, þá kaupa menn ekki hlutina, heldur þurfa að safna saman meira en 150 hlutum sem eru aðeins í þessari Game Boy Advance útgáfu, og eru þar á meðal boxpúði og veiðistöng.

The Sims Bustin' Out á Game Boy Advance er hægt að tengja við The Sims Bustin' Out á Nintendo GameCube. Þegar það er gert opnast nýjir möguleikar í Gameboy útgáfunni og í Nintendo útgáfunni