Ég hef þónokkrum sinnum spilað sims og haft gaman af, enda hvað er betra en að fá að stjórna lífi fólks…
Vinkona mín er hinsvegar búin að vera föst í sims 4 daga… hún fór rétt svo út úr húsi til að sækja vinnu (það var að vísu mjög erfitt að koma henni út). Þá fer maður að koma inn á heilbrigði óhóflegrar tölvuleikjanotkunar, þar sem fólk festist í tölvuheiminum og verður í raun raunveruleikafirrt. Ég er alls ekki að segja að ég sé á móti tölvuleikjum,eða að þeir séu slæmir, ég spila þá oft en fæ samt ógeð eftir smá tíma og verð að taka mér smá pásu. Ætli fólk þurfi að fara í einskonar meðferð út af þessu og ef svo er hvar er það hægt??
Annars svo ég komi meira inn á sims þá er leikurinn alveg að virka í P2 þar sem maður getur bara legið upp í sófa, haft það notalegt og spilað. Svo framarlega sem það er í hófi og trufli ekki heimilislif viðkomandi…
Eins og ég segji þá langaði mig bara svona að koma smá umræðu af stað um heilbrigði þess að sitja t.d. í 4 daga samfleytt í sama leiknum. Vona að þið hafið eitthvað að segja um þetta,
kv. perlan