Jæja, nú er ég búin að vera að spila the sims online undanfarið og þessi leikur er algjör snilld. Ekki að ræða það að ég nenni að spila venjulega leikinn eftir að hafa prófað þennan.

Ég prófaði að vera gella sem höztlaði endalaust af karlmönnum en giftist svo indverja að lokum,
Ég var feitur kall sem var bitchslappaður fyrir áreiti hvert sem hann fór,
Og svo prófaði ég að vera jólasveinninn :)

Þetta er rosalega skemmtilegt því maður getur talað beint við fólkið og gert svo miklu meira.
Það tekur 70 sinnum styttri tíma að gera allt eins og að sofa og svona því maður getur ekki spólað áfram.

Svo getur maður opnað skemmistað, haldið fegurðarsamkeppni, opnað pizzastað og bara hvað sem maður vill. Simsarnir eyða ekki hálfum deginum í vinnunni svo maður er alltaf að gera eitthvað.
Svo gæti ég haldið endalaust áfram :)


Þetta er þrælskemmtilegur leikur, maður verður bara að passa að verða ekki hooked á honum :)

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega skjótið