Fékk allt í einu gífurlega löngun til að skrifa grein :)Þið afsakið að hún sé ekki um neitt.

Það sem mér finnst langskemmtilegast að gera í sims er að fara á lóðir án þess að eiga fjölskyldu og byggja hús. Enda eru öll kort full af tómum húsum sem litla systir mín rembist við að flytja inní af því að henni finnst þau svo flott (stórusystkinadýrkun í miklu magni). Það ættu að geta komið fjölskyldur frá simscity og flutt inní neighbourhoodið. Annars finnst mér mjö margir gallar við leikinn. Að það sé bara hægt að hafa tvær hæðir í húsinu, veggirnir varða allir að vera jafnháir, ekki sé hægt að hafa húsgögn á ská og þess háttar sem gerir leikinn svo einhæfan, þ.e. það er allt eins eða mjög líkt. Svo finnst mér þeir vera að miða of mikið að fá nýtt inn í leikinn, í stað þess að vinna að endurbótum. Þar á ég við gallana sem ég sagði áðan, ég kalla það endurbætur.
Svo finnst mér leiðinlegt að það sé ekki hægt að eiga unglinga. Í hot-date downtowninu eru það unglingar sem eru að vinna við kassana í rauða veitingastaðnum. Af hverju er ekki hægt að hafa það þannig. Mér finnst að þar sem maður býr til kallana ætti að vera gluggi þar sem maður gæti skrifað niður aldur, hæð, þyngd, hárlit og.svo.frv. og svo byggi tölvan til sims út frá þeim upplýsingum. Þá væru simsarnir sjaldan eins. Svo er líka leiðinlegt að það komi ekki drasl hjá þeim. Það ætti að vera þannig að þegar þeir ‘hoppa’ í önnur föt þá myndu hin ekki hverfa heldur fara á gólfið og maður þyrfti að taka þau til og e.t.v setja þau í þvott.
Nú ætla ég að enda þessa tjáingu mína.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche