Það er svokallað sims æði sem ríkir á Íslandi þessa dagana og ég held að það eigi eftir að halda áfram í þónokkur ár í viðbót.
Sims leikirnir eru nú orðnir svolítið margir í heildina og fer fólk að velta fyrir sér hvernig krakkarnir komi þessu öllu fyrir inná tölvunni sinni og hvort þau verði ekki heltekin af þessum leik.
Við þessarri spurningu er ekkert rétt svar því þessir leikir taka vissulega sitt pláss en þeir eru þess virði að það ætti alveg að vera hægt að henda einhverjum kennsluforritum og slíku útaf, til að geta troðið inn einum leik í viðbót, til að fullkomna pakkann.
Sims er ekki einhver leikur sem maður verður heltekin af, það gæti náttúrulega vel verið að maður færi í sims nokkra tíma á dag, en það er enginn varanlegur skaði að hljóta af því, er það nokkuð? Kassótt augu og tölvuputtar er eitt af því sem er sagt við mann að maður fái ef maður er of mikið í tölvum, en það eru líka sumir sem hanga á ircinu alla daga og hví ættum við þá ekki að mega hanga í sims nokkra tíma á dag, ég meina þetta er það sem við viljum gera og það er nú bara okkar vandamál.
Það er hægt að gera hina ýmsu hluti í sims leikunum og ég tel það að það sé hægt að læra ýmsa hluti, eins og hvernig hægt sé að byggja, framkvæma, passa hluti og bara yfirhöfuð að lifa lífinu. En svo eru það neikvæðu hlutirnir við sims, fólkið getur dáið og s+erfræðingar fara að halda að maður sé með dráp á heilanum og fari eftir því í framtíðinni. En svo er ekki því við vitum að þetta er leikur og að svona sé ekki gert í raunveruleikanum, en þau geta bara ekki skilið það.