The Hogwarts Family... Gleðilegt nýtt ár!

Ég er svona simsfíkill á köflum en er samt ekkert oft í Sims. En stundum fæ ég alveg æði sem stendur í nokkra daga og svo vakna ég upp til raunveruleikans!

Ég ætlaði að segja ykkur frá fjölskyldunni minni.
Ég er búin að vera lesa Harry Potter bækurnar (aftur) og horfa á myndina og svona því mér leiddist svo í jólafríinu og hafði ekkert að gera og svo allt í einu datt mér í hug að búa til Harry Potter í Sims. Ég á nú bara The Sims leikinn upprunalega en hann er ágætur.

Ég hafði átta persónur úr bókunum. McGonagall, Snape, Harry Potter, Ron Wesley, Hermione Granger, Draco Malfoy, Crabbe og svo hafði ég Gilderoy Lockhart sem \“vinnukonu\” svona að gamni ;) Ég vissi ekki hvaða fjölskyldunafn ég átti að hafa þannig að ég nefndi þau bara \“The Hogwarts family\”.

Ég bjó til hús á einni hæð og hafði í hverju horni hússins stór herbergi sem kom lengra út úr húsinu..þið vitið, til að stíla turnana í Hogwart skóla. Hafið þið ekki séð myndina?
Svo í fjórða horninu hafði ég tvö meðalstór herbergi, í minna búsetti ég Snape ásamt lásí rúmi, lyftingartæki, síma og skrifborði. Herbergi McGonnagall hafði ég aðeins stærra og setti dýrasta hjónarúmið, skrifborð, tölvu, bókahillu og sófa og einnig svona dót til að mála.

Í stærsta hornherberginu hafði ég Harry og Ron ásamt og alls konar drasl fyrir þá. (og auðvitað taflborð fyrir Ron). Svo í hinum tveim hafði ég Draco og Crabbe í einu saman, og svo var Hermione með rosaflott herbergi með hjónarúmi og fataskáp og alles.


Í miðjunni var semsagt svona stofa og eldhús en ég setti enga veggi þar á milli. Ég hafði litla eldhúsinnréttingu og ískáp. Svo raðaði ég tveim borðum saman í langt 12-14 manna langborð, í stíl Hogwarts:) og setti svo bara tvö skrifborð til að geyma veitingar á svo að eldhúsinnréttingin mundi ekki fyllast. Ég hafði húsið ekki mjög stórt því ég þoli ekki að gera of stór hús og ég hafði það líka bara á einni hæð þó það væri freistandi að búa til turna:)

En þá var bara að koma Gilderoy vinnukonu fyrir þannig að ég hafði bara rúm handa honum við einn vegginn í stofunni og svo vaknar hann eldsnemma og eldar hinar ýmsu máltíðir langt fram eftir hádegi fyrir gesti og gangandi. En fyrsti dagurinn var týpískur fyrir hann því hann kveikti tvisvar í eldavélinni sama dag. Þannig að ég setti hann í pásu og lét hann læra að elda.

Hermione er alltaf að læra (týpískt) og Harry málar allan daginn (!?). Svo eru Ron og Crabbe orðnir hinir bestu vinir!! Hmm…
Draco dregur sig í hlé en Hermione og Gilderoy líkar best við hvort annað! Vandamálið með Snape er að hann er allt of glaðlyndur og blandar mikið geði við ókunnuga en samt gerði ég hann voða mean. McGonnagall talar varla við neinn og les allan daginn á náttfötunum. Ég ákvað að láta þau bara ráða sér sjálf út af því ég nennti ekki alltaf að vera að passa upp á tímann.

Þetta er mjög furðuleg fjölskylda og ég veit ekki hvernig mér datt í hug að framkvæma þessa hugmynd!

Gaman væri að heyra frá ykkur hvort að þið gerið eitthvað svipað! Búið þið til einhvern frægan? Endilega komið með greinar!

Kveðja, Rectum.