The Sims um hátíðirnar. Ég er ein af þeim sem kem oft inn á The Sims áhugamálið til að lesa greinar sem eru flestar ef ekki allar skemmtilegar og sumar jafnvel fræðandi. En samt núna í desember þá eru allir rosalega latir að senda inn greinar og efni, en ég er ekki að segja neitt því ég er ekkert sérstaklega dugleg en ég ætla að reyna að vera duglegri á þessu ári og reyna að skrifa meira inn á öll áhugamál sem ég hef áhuga á en samt aðallega inn á The Sims áhugamálið.
Stundum þegar maður er í Sims og það er voðalega gaman og maður getur ekki hætt og svo þegar maður hættir í honum þá fær maður sig varla til að setjast við tölvuna og fara í hann aftur, svo þegar þú loksins ferð í hann þá ertu smá tíma að ná upp fílingnum sem þú varst í áður en þú þurtir að hætta. Mér sjálfri finnst að Sims sé leikur sem þú getur eiginlega ekki fengið leið á en þú færð kanski leið á honum í smá tíma eins og yfir hátíðirnar, það gerðist fyrir mig og ég nennti ekki að fara í hann, en svo fór ég í hann í gær og ætlaði að gera svona purfect family og eftirnafnið var The purfect og það var kona, karl og stelpa og þau bjuggu í svona þokkalega stóru húsi og voru með stóran garð og hann var girtur af þannig að þau þurfa að fara inn í húsið til að komast í garðinn. Þetta er góð leið til að halda nágrönnunum frá en sumir ganga bara í gegnum húsið eins og þau séu búi þar mér finnst það dónalegt. Mér myndi finnast það vera dónalegt ef að það kæmi bara allt í einu einhver manneskja og labbaði inn í húsið mitt eins og hún ætti heima þar.

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár.

Kv. Helgacool