Sims Online Jæja, nú er aðeins 9 dagar þangað til að Sims Online leikurinn kemur út í Bandaríkjunum og því ekki langt þangað til hann kemur á litla Ísland. Nú þegar þessi snilldar leikur er að koma út er ekki annað hægt en að skrifa smá klausu um hann. Í þessum 6. leik í Sims seríunni kemur út hinn frábæri Sims Online, í honum getur maður spilað með öðrum á netinu og chattað við þá og svo framvegis. Þessi leikur er eins og hinir leikirnir byrjar maður leikinn á að búa sér til fjölskyldu og öllu sem því fylgir. Síðan verður maður að velja sér bæ þar sem maður ætlar að búa í, maður getur valið um 20 bæi, allir eru þeir ólíkir. Sumir bæirnir eru uppi í fjöllunum meðan aðrir gætu veriðp þar sem eiðimörkin er. Þegar þú hefur ákveðið hvar þú ætlar að búa, þarft þú ákveða hvar húsið á að vera í bænum. Þú getur haft húsið á langflestum stöðum í borginni.

Í byrjun leiksins byrjar leikmaðurinn með nógu mikla peninga til þess að búa sér til lítið hús. Eins og í hinum leikjunum átt þú eftir að geta fengið tækifæri til þess að stækka húsið og gera það glæsilegra. Nú ef þér líkar ekki sú leið getur þú eignast félaga og þið getið hópað ykkur saman og keypt ykkur stórt hús saman. Þá getið þið litið inn á fasteignarsölu og keypt þar hús sem einhver úr heiminum hefur verið búinn að byggja. Eins og þið hafið kannski búist við eru gömlu hlutirnir úr The Sims í leiknum og líka úr öllum viðbótunum. Einnig er yfir 300 nýir hlutir, eins og krikket, fótbolti og blak. Mikið af gömlum hlutum hefur verið breytt eins og til dæmis þegar maður tekur upp símtólið kemur upp listinn af vinum þínum. Einnig í Sims Online getur þú gert þinn eiginn sjónvarpsþátt, en þá er hugmyndin að þú gerir sjónvarpsþátt eins eins og survivor þættirnir “We anticipate players will create their own personal Survivor shows, where one sim will get voted off the house every week,”.