Okey, ég verð bara að segja ykkur. Í þessum nýju sims viðbótum er alltaf svo erfitt að fá vini! Þú þarf að tala og tala við simsann geðveikt lengi þangað til dæmið er komið upp í 70 og svo er maður kannski í vinnu og vill fara að sofa! Ég var að spá líka, hvað er uppáhaldasvinnan ykkar í Sims? Persónulega finnst mér þarna tískudæmið, verða módel, fatahönnuður eða bara vinna í tískufatabúð ;) Skemmtilegt.

Jæja, svo finnst mér eins og það ætti ekki að taka eins langan tíma að ná sér í skills. Maður fær sér kannski vinnu strax og vill græða peninga (ekkert svindl) og svona og maður þarf náttla að fá sér kauphækkun og það tekur alltaf hálfan daginn að kannski fá sér meira í creativity eða logic eða whatever. Mér finnst eins og það ætti alltaf að taka stuttan tíma eins og að ná fyrsta strikinu í skills. Það tekur meðal langan tíma og það er ágætt.

Jæja, svo er það sims vikunnar. Afhverju er svona mikilvægt að eiga stórt hús? Mér finnst alltaf þægilegast að vera í bara meðalstóru húsi á einni hæð (stundum tveimur). Annars tekur svo langan tíma að fara á klósettið eða bara allt. Æ, nú ætla ég að hætta röfla.

Vonandi svara einhver spurningunum… takk…