Finnst engum öðrum en mér að George Lucas hafi verið óþarflega íhaldsamur í litanotkun á geislasverðum í Attack of the Clones? Í stóra bardagaatriðinu voru aðeins þrír af fimm mögulegum Jedi-litum notaðir á geislasverðin: blár, grænn og fjólublár(hinir litirnir sem koma til greina eru gulur og appelsínugulur). Það sem meira er er að fjólublár var aðeins notaður af einum Jedi, Mace Windu. Ég fór á myndina í seinna skiptið um daginn og lagði mig fram við að taka eftir því, ekki einn Jedi notaði gult eða appelsínugult sverð, ég votta það. Veldur það engum öðrum vonbrigðum?<br><br><b>-And God Said: “Let There Be Light”, and Then There Was Conan-</