Renassaince man var alveg frábær þáttur! :)
Þið sem hafið ekki séð hann skulið ekkert mikið vera að lesa þetta, nema að ykkur sé sama um spilla :P.

Mjög flott atriði í þessum þætti, eins og þegar læknirinn stekkur sem einhvers skonar ljós í gegnum glerið á sjúkrastofinu til að flýja undan Tuvok, og þegar hann, í líki Bellönu, tekur svona Matrix atriði, aftur til að flýja undan Tuvok (og reyndar til að skjóta hann líka).
Líka flottur söguþráður, og skemmtilegt að horfa á áhöfnina berjast svona við lækninn.
Það fyndna, en samt kannski soldið fúlt, var, að læknirinn einn yfirbugaði langflesta hæstsettu skipverjana, tók vörpukjarnann, og skildi Voyager eftir afllaust.. nokkuð mikið afrek :P.
Allavega, voða flottur þáttur með voða góðum söguþræði, og það má bæta við að þetta var síðasti “venjulegi” Voyager þátturinn;
næst kemur hinn flotti, kúlaði, aðal, rosa, algjöri lokaþáttur Voyager: “Endgame”! :))
<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________

Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.
—————————–