Ég hef alltaf haldið að Star Wars væri bara eitthvað fyrir gaura sem spila skák og þannig. En þegar Episode I kom út í bíó neyddist ég til að fara á hana og var hún ekki sem verst. En núna í gær keypti ég Trilogy pakkan og Episode I á DVD og horfði á þær allar eftir röð áður en ég fór á nýju myndina núna í dag bara til þess að vita allt um myndinar sem komu út á undan. Myndin var hrein SNILLD!!! Hinar myndinar voru líka mjög góðar. En tækibrellurnar í fyrstu myndini voru svolítið furðulegt að sjá en þær í nýju myndini voru snilld. En núna er ég líka orðinn STAR WARS nörd og mundi líka fara á Episode III o.s.frv. En í alvöru, þeir sem halda að STAR WARS sé bara nördadæmi, eins og ég helt, þá verð ég að segja þeim að fara á myndina og líka horfa á hinar því að þessar myndir eru snilld. Ég mundi gefa Ep II 4 stjörnur af 5.

//Sikke
kv. Sikker