Allir Star Wars aðdáendur muna eftir því þegar stöð 2 sýndi allar Star Wars myndirnar fyrstir af öllum. En sumir vilja meina að RUV hafi sýnt það áður en stöð 2 sýndi þær. En hvað um það Nú er bíórásin með einhverja Star Wars sýningu. Í dag mánudaginn 13 maí sýna þeir fyrst From Star Wars to Star Wars sem er einhver heimildarmynd. Síðan eftir það sína þeir Star Wars EpisodeIV: A New Hope. Á þriðjudaginn 14 maí verður sýndur önnur heimildarmynd sem kallast A long time ago: The Story of Star Wars. Síðan eftir það verður Star Wars Episode V: The empire strikes back. Á miðvikudaginn 15 maí The Mythology of Star Wars og síðan verður Star Wars Episode VI: Return of the Jedi. Síðan á fimmtudaginn 16 maí verður sýnd enn ein heimildarmyndin sem kallast Star Wars: The Connections. Strax á eftir því kemur Star Wars Episode I: The Phantom Menace. Svo vita allir hvað gerist á föstudaginn 17 maí er það ekki.
Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
Íslenska NFL spjallsíðan