Sælt veri fólkið!

Það kannast allir persónur á borð við kaftein kirk og doktor spock en sárafáir (af minni kynslóð) hafa nokkurntíman fylgst með star trek. Mig hefur alltaf langað til að kynna mér þessa þætti en af ótal þáttaröðum hef ég ekki hugmynd um hvar ég á að byrja svo ég spyr ykkur sem vitið hafa: Hvað er best? Hvað er klassískast? Ég vil þetta gamla góða! Með fullri virðingu fyrir nýrra efninu. Ég er ekki sérstaklega mikill Sci-fi maður en ég vil ekki vera plebbi svo með hvaða þáttaröðum mæliði?

Þúsund fyrirframgreiddar þakkir!