Okay.. Ég er búinn að vera að endurhorfa á Heroes og er kominn á síðasta þáttinn í annari seríu.
Eitt atvik veldur mér miklum heilabrotum…
Peter fer í framtíðina með Katelyn, sér hörmungarnar sem hafa átt sér stað (shanty veiran) og fer svo til baka… Í síðasta þættinum eyðir hann veirunni og afgerir þar með framtíðina.
S.s … það sem veldur mér heilabrotum er það að hvað gerist ef tvær manneskjur fara á tímaflakk, fram í framtíðina, aðeins annar aðilinn fer til baka og breytir öllu til muna (Eins og gerist í Heroes) … hvað verður þá um hina manneskjuna sem er föst í framtíð sem er ekki lengur til?

1/0 ?
Mæta lífinu með bros á vör og þegar það snýr baki við þér og gefur skít í þig… Þá brosir þú bara breiðar!