Paramount tilkynntu í gær að Star Trek 12 mun koma einhverntíman 2011, framhald af 11. myndinni sem verður frumsýnd núna í maí. Þetta verður sama crew-ið, sömu leikararnir og sama fólkið og er búið að vera að vinna að Star Trek 11. Það að framhald af mynd sé samþykkt áður en fyrsta myndin er sýnd sýnir hversu öruggir Paramount eru um vinsældir myndarinnar, maður verður bara að vona að þessi mynd verði eins góð og hún er byggð upp til að vera og ég sjálfur geri mér miklar væntingar.

Þá er það bara að þola þessa síðustu daga sem eftir eru þangað til að Star Trek 11 kemur og þá getur maður strax farið að hlakka til næstu myndar og hver veit nema að Star Trek 13 verði svo samþykkt líka.

Svo langar mig bara til þess að segja að mig er farið að þyrsta virkilega í nýja sjónvarpsþáttarröð, það er ekki hægt að gera manni þetta. Ef það er eitthvað sem gæti toppað ánægjuna mína núna er ef það kæmi líka tilkynning um nýja þáttarröð.

Lengi lifi Star Trek og megi nýtt áhorfsefni flæða til okkar um ókominn tíma.

Live long and Prosper!