Í eru 79 dagar í frumsýninguna á Star Trek XI. Fyrir harða Star Trek aðdáendur hefur þetta verið löng og erfið bið en nú fyrst er maður aðeins að sjá að það er farið að syttast vel í myndina.

Nýja Star Trek myndin sem J.J. Abrams leikstýrir fjallar um leiðangur geimskipsins… Enterprise, fimm ára leiðangur þess… til að kanna framandi, nýja heima… til að leita að nýju lífi og nýjum menningarheimum… til að ferðast djarfur þangað sem enginn maður hefur áður farið! -eða aðallega byrjun þess.

Upprunalegu Star Trek þættirnir eru 79 talsins. Ég ætla, og hvet aðra sem hafa jafn djúpstæðan Star Trek áhuga og ég, að horfa á einn þátt á hverjum degi. Þetta er follkomin leið til þess að auka í manni spennuna og til þess að maður gerir sér betur grein fyrir nálgun nýju myndarinnar.

Dif-tor heh smusma…. Live Long and Prosper

ps. það má ekki gleyma því að 3. Star Trek trailerinn á að koma út 6. mars með splunkunýju myndefni.