Ricardo Montalban lést í gær, 14. janúar á heimili sínu 88 ára gamall. Hann lést af nátturulegum orsökum.


- Smá spoilerar úr þættinum Space Seed -
Ricardo Montalban varð ógleymanlegur fyrir Star Trek aðdáendur og fleiri eftir túlkun sína á persónunni Khan Noonien Singh(betur þekktur sem KHAAAAAAAN!!!!). Montalban lék Khan upphaflega í einum þætti af upprunalegu seríunum af Star Trek, Space Seed, þar sem Enterprise-ið ákveður að rannsaka gamalt og dularfullt geimskip. Á geimskipinu vildi bara svo heppilega til að þar voru u.þ.b. 70 ofursterkar-og-gáfaðar-genabreytt-ofurmenni og Kapteinn Kirk ákveður að vekja foringjann til lífs(Khan sem sagt). Khan reynir að taka yfir Enterprise-ið en tapar af einhverjum ástæðum í slagsmálum við Kirk. Kirk ákveður að senda Khan og félaga hanns á plánetuna Ceti Alpha V þar sem þau geta verið í friði, einangruð frá fólki sem vill ekki vera stjórnað af ofursterkum-og-ofurgáfuðum-genabreyttum-ofurmönnum og þar með lýkur þættinum Space Seed. 15 árum seinna þegar kvikmyndin Star Trek II: The Wrath of Khan gerist nær Khan að komast yfir skip og ætlar að hefna sín á Kirk. Að mínu mati er Khan án efa BESTI vondi kall alls sem kallast Star Trek og örugglega ein albesti leikari sem nokkurntíman hefur leikir vondankall í Star Trek!

EF ÞIÐ ERUÐ EKKI BÚIN AÐ SJÁ STAR TREK II: THE WRATH OF KHAN EÐA ÞÁTTINN SPACE SEED ÞÁ HAFIÐ ÞIÐ EKKI LIFAÐ.


“I have five times your strength. You're no match for me!”
- Khan

Ricardo Montalban 1920 - 2009