Majel Barret-Roddenberry lést á heimili sínu í gær, 18. desember úr hvítbæði 76 ára gömul. Hún var rödd tölvunnar í öllum Star Trek seríunum(já líka Enterprise… In a Mirror, Darkly) og lék bæði Christine Chapel í upprunalegu þáttunum og Lwaxana Troi í The Next Generation og þar að auki í nokkrum af kvikmyndunum. Hún giftist Gene Roddenberry, skapara Star Trek árið 1969 sem dó fyrir 17 árum, 24. október árið 1991. Saman áttu Gene og Majel son sem heitir einnig Eugene Wesley Roddenberry eins og faðir sinn og er m.a. framleiðandi nýju Star Trek/Gene Roddenberry heimildamyndarinnar Trek Nation. Fyrir fáeinum dögum var það tilkynnt að Majel Barrett yrði rödd tölvunnar á ný í Star Trek XI, hljóðupptökum lauk fyrir nokkrum dögum. Barrett mun lifa alla tíð í hjörtum trekkara líkt og James Doohan(Scotty) og DeForest Kelley(Bones).

Majel Barrett-Roddenberry 1932 - 2008