David Tennant hefur lýst því yfir að hann muni ekki snúa aftur sem Doktorinn árið 2010, þegar fimmta serían hefur göngu sína í Bretlandi. Hins vegar mun hann koma fram í 5 sérþáttum sem BBC mun sýna á árinu 2009, fyrir utan fyrsta þáttinn sem verður sýndur á jóladag á BBC.

“Ég elska þetta hlutverk og ég elska þennan þátt, en ef ég stoppa ekki til að draga að mér andann og fer í eitthvað annað, mun ég aldrei gera það…” segir David Tennant við BBC News og bætti hann einnig við að þá þyrfti að ýta honum öldruðum út úr Tardis í baðstól sínum.

Eins og hefur áður komið fram þá mun Russell T. Davies einnig yfirgefa seríuna fyrir árið 2010 og mun Stephen Moffat taka við stjórninni.
“Space, the final frontier….”