Atlantis mun klára 5 season'ið og eftir það munu koma sjónvarpsmyndir eins og 2 SG1 myndirnar sem hafa komið (3 á leiðinni og tökur byrja víst í janúar) Ákvörðunin kemur víst frá MGM sem á allt sem tengist stargate en ekki scifi rásinni eins og flestir aðdáendurnir virðast halda.

Engin viðbrögð hafa komið frá leikurunum en frá framleiðendunum þá við fyrstu fréttir þá hafa þeir vitað af þessu í þó nokkurn tíma. Það er “Convention” í gangi í vancouver og er talið að það munu koma upp heljarinar mótmæli þar fyrir utan.

Einnig mun Stargate universe fara í framleiðslu fljótlega eftir að Atlantis hættir tökum.

Persónulega finnst mér þetta einar verstu fréttir síðan SG-1 var cancel'að og að sögurnar sem voru þar í gangi var flýtt og í rauninni eyðilagðar, 1 sjónvarpsmynd til að klára var engan veginn nóg.

Sorgardagur í sögu scifi sjóvarpsefnis.