Finnst einhverjum öðrum eins og George Lucas sé að skemma Star Wars með nýju myndinni?

Ég ætla svosem ekki að útiloka það að hún verði góð þar sem hún er ekki einu sinni komin út en m.a. trailerinn og bara sú hugmynd að þessum teiknimyndastíl fer svolítið í mig.

Mig langar að segja í hvaða röð mér finnst star wars myndirnar vera í gæðum: Mér finnst Episode 1 lélegust og Episode 6 best og síðan finnst mér myndirnar betri eftir hærri episode. Ég elska gömlu Star Wars myndirnar og þær, allavega að mínu mati, innihalda anda þess sem star wars er og ég miða restina út frá gömlu góðu trílógíunni.

Það sem greip mig mest við upprunalega þríleikinn var hversu stórfenglegt útlitið og hljóðið var í samanbland við tónlistina og hvernig það spilaði með þeim hlutum sem áttu sér stað í myndinni…. Án þess að nauðga tölvugrafík. Þegar ég sagði að mér findist nýji þríleikurinn af Star Wars vera slappastur meinti ég ekki að ég fílaði hann ekki, mér finnst hann bara alls ekki jafnast á við gömlu. Ég held að það sem skortur á tölvumöguleikum gerði fyrir myndir var að neyða bíómyndaframleiðendur(þá aðallega sci-fi) til að vera frumlegir og gera það besta við það sem þeir geta notað og það skapar virkilega raunverulega sýn á myndinni en ég held að allir sé sammála um það að t.d. Yoda í öllum nýja þríleiknum sé augljóslega tölvugerður en þrátt fyrir að hafa verið frekar klunnalegur í gömlu myndunum leit hann allavega út fyrir að vera eitthvað sem er hægt að snerta og þetta sama á við um allt annað sem kemur tæknibrellum við…. að mínu mati allavega.

Það eina að Clone Wars sé teiknimynd fer í taugarnar á mér og ekki skánar það þegar maður sér hversu asnalega kallarnir líta út, þeir minna mig á teiknistýlinn sem var notaður í Herkúles teiknimyndinni hjá Disney. Ég held bara einfaldlega að algjörlega tölvuteiknuð Star Wars mynd eigi eftir að þurka út þá stemmningu sem fæst við það að horfa á Star Wars myndirnar. Ég ætla bara að vona að George Lucas kúki ekki á sig og að hann hreki burt þær væntingar sem ég hef til hanns og nýju myndarinnar.