Núna hef ég verið að lesa mig frekar mikið til á netinu um elleftur Star Trek myndina sem J.J. Abrams leikstýrir og allstaðar sér maður rætt um það að vondi kallinn, “Nero” sem Eric Bana leikur sér Romulan!

Flestum virðast finnast það nokkuð töff að hafa romulan vonda kall en það sem fer virkilega í taugarnar á mér er sú staðreynd að ef hann er romúli þá eru þeir að fokka upp atburðarásinni í star trek.

Star Trek XI á að gerast á undan TOS (the original series) þáttunum og samkvæmt framleiðendum myndarinnar á hún að fjalla um fyrsta ævintýri þeirra Kirk, Spock og McCoy saman í 5 ára leiðangri þeirra. Það er svosem í fínasta lagi með þetta og prequel hugmyndin gæti alveg komið vel út eeen…

Í þætti nr. 9 í fyrstu seríu af TOS Balance of terror er skýrt tekið fram að enginn manneskja hefur nokkurntíman séð romúla og að Vúlkanar sáu þá síðast fyrir hundruðum ára.
Það yrði erfitt að fyrirgefa svona kæruleysismistök en það sem betur fer ekki enþá staðfest hvort Nero verði Romúli.

Ég bíð spenntur eftir myndinni og útiloka ekki gæði hennar þó svo að ég komist að því að Nero sé í raun Romúli enda var nokkuð stór villa gerð í Star Trek II(sem er osóm mynd, næst uppáhalds ST myndin mín) þegar Khan sagði: ,,You… I don't know you. Mr. Chekov, I never forget a face" (HMMMMM…. ÉG GLEYMI ALDREI ANDLITI SEM ÉG SÁ EKKI VEGNA ÞESS AÐ ÉG VAR Í ÞÆTTI SEM VAR Í 1. SERÍU EN CHEKOV BYRJAÐI EKKI FYRR EN Í ANNARRI SERÍU!!!!!)