Vissulega er það rétt að margir á huga kunna vart að tjá sig án þess að vera með dónaskap og upphrópanir.

Mér þykir það þó væl í umræddum þýðanda að vera að hafa samband við umsjónarmenn opins vefsvæðis og kvarta undan “illri meðferð”.

Hann þarf að gera upp skoðun sína. Annað hvort ákveður hann að þetta sé bara rugl og barnalegar athugasemdir, og leiðir þá ummælin hjá sér einsog fullorðinn maður, eða þá að hann ákveður að í athugasemdunum leynist einhver sannleikur og reynir þá að vinna vinnuna sína betur.

Mér leiðast svona vælukjóar. Hann vinnur fyrir RÍKISsjónvarpið, sem við öll greiðum fyrir, bæði með afnotagjöldum og sköttum, og það er fyllilega okkar réttur að gagnrýna störf hans. Ef því er erfitt að kyngja þá á hann bara að vinna annarsstaðar.

Vargu
(\_/)