Ég las um daginn grein þar sem einhver var að tala um allar SW spin off sögurnar og ákvað að skrifa um uppáhálds söguna mína, bókina Heir To The Empire eftir Timothy Zahn. Heir To The Empire er fyrsta bókin í svokölluðu Thrawn trilogy þ.e. öll sagan er þrjár bækur.
Sagan gerist fimm árum eftir ROTJ og það sem eftir er af The Empire (mér finnst svo asnalegt að þýða þetta yfir á íslensku) hefur verið hrakið langt í burtu á afskekktan stað í vetrarbrautinni. Princess Leia og Han Solo eru gift og eiga von á tvíburum og Luke Skywalker er orðinn Jedi Master. En langt í burtu hefur síðasti hershöfðingi the Empire, Grand Admiral Thrawn tekið við flotanum, búið hann undir stríð og beint honum að viðkvæmu hjarta Rebel Alliance. Hann hefur komist að tvennu sem gæti eyðilagt allt sem The Rebel Alliance er búið að vinna fyrir.
Hinar bækurnar í trilógíuni heita Dark Force Rising og The Last Command og þær eru líka mjög góðar en þessi er nú best að mínu mati. Um að gera að biðja um hana í jólagjöf.