Ég var að velta því fyrir mér þegar ég horfði á síðasta þátt (og sá BORGANA labbandi um með afskorma borg hausa og setjandi þá á stjaka plús nátúrulega þegar fólk er samlagað og verknaðurinn er einna líkastur því sem maður sér í vampýrumyndum) hvort ráðamonnum á ríkisjónvarpinu hefði kanski ekki dottið í hug að 6 - 12 ára krakki sem hefði ekki neitt annað að gera á sunnudags eftirmiðdegi (kanski að bíða eftir jóladagatalinu) en að horfa á sjónvarpið gæti fengið hinar hryllilegustu martraðir um hvöldið og jafnvel pissað undir.
Mín spurning er einfaldlega sú hvort Rúv ætli ekki að fara að sjá að sér og skilja að Star Trek er ekki barnaefni sem á að sína á svipuðum tíma og Stundin okkar og jóladagatalið, heldur eigi heima á kvölddagskránni.

Með bestu jólakveðjum
HARM
Harm.