Ég var svona aðeins að pæla.

Bobba Fett var til að byrja með aukapersóna í TESB og dó svo í ROTJ. Síðar varð hann gífurlega vinsæll í bókum og teiknimindablöðum og fór að lifa sínu eiginn lífi. Svo þegar special edition kom út þá var honum bætt inn í ANH líka.

Nú var ég að sjá episode II trailerinn í fyrradag á nexusforsýningunni á Lord of the rings og þar kemur kappinn galvaskur aftur.

Nú það sem að ég var að pæla er það hvort að Bobba Fett hafi alltaf átt að vera stór persóna í Star Wars heiminum eða hvort að Lucas hafi orðið fyrir áhrifum frá bókunum?

Í trailernum var líka Bobba Fett að skjóta á Anakin. Af hverju myndi Darth Vader ráða mann í vinnu sem að eitt sinn reyndi að drepa hann, eða fanga hann ég veit ekki hvort.
Lacho calad, drego morn!