Jæja, nú fer framleiðslan á elleftu Star Trek myndinni að komast í fullan gang. Nú hefur verið staðfest að sá frægi maður Zachary Quinto úr Heroes mun leika Spock ungan, og að Leonard gamli Nimoy mun sem fyrr leika hann á eldri árum.

Kapteinn Kirk (ungur) mun að sjálfsögðu verða í myndinni, en ekki er enn staðfest hver mun leika hann. Það mun víst þó ekki verða Matt Damon eins og áður voru getgátur um. Ólíklegt er einnig að Shatnerinn verði í myndinni, því eins og allir sannir Trekkarar muna eftir, dó Kirk í síðustu mynd sem hann birtist í.

Einnig á enn eftir að ráða í önnur hlutverk, en mikið djöfull myndi Gary Sinese passa í hlutverk “Bones” McCoy.

Svo er enn ekki vitað hvort senur úr myndinni verða teknar hér á landi eða ekki. Það yrði náttúrlega drullugaman fyrir okkur Trekkarana ef svo yrði :)


Myndin á að koma út fyrir jólin 2008, og vonandi mun hún ekki bregðast væntingum. Hvernig líst mönnum annars á þetta alltsaman?
_______________________