Þetta er copy/paste af mbl.is

Logi Geimgengill og Obi-Wan Kenobi myndu verða stoltir ef þeir vissu af því að margir Bretar skrifa “Jeda-riddari” þegar þeir fylla út eyðublað vegna manntalsins 2001 og eru spurðir um trúarbrögð.
Svo margir hafa nefnt þessi trúarbrögð sem getið er um í Stjörnustríðsmyndunum að stjórnvöld hafa neyðst til að útbúa nýjan flokk handa þeim sem trúa á Jeda-riddarann.
“Þegar gögnin eru unnin eru allar upplýsingar kóðaðar og við höfum búið til kóða handa Jeda-riddaranum vegna þess að stór hópur fólks hefur gefið hann upp á eyðublöðunum.” Talsmaður bresku hagstofunnar bætti þó við að með þessu væri ekki verið að segja að þetta væru orðin opinber trúarbrögð.
Herferð í formi tölvupóstssendinga hefur hvatt Breta til að tilgreina Jeda-riddara sem trúarbrögð á eyðublöðum stjórnvalda. Ekki er ljóst hversu margir gerðu slíkt þar sem skráningu eyðublaðanna er ekki lokið.
„Þetta eru í raun gagnlausar upplýsingar,“ sagði embættismaður sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Þetta er algjört bull. Við reyndum að segja fólki þetta þegar það fyllti út eyðublöðin.”
Jedi er kraftur skapaður af öllum lifandi verum, að því er segir í Stjörnustríðsmyndum Georges Lucas

þvílík vitleysa, að trúa á star wars karaktera, eða kannski ekki, kannski er þetta bara eins og biblían, saga sem fullt af fólki trúir á, trúir einhver af ykkur á Jedi-riddara?