já alveg dauðleiðinlegur þáttur, þarna Barge of the Dead…

og nú velti ég upp nokkrum spurningum…

1)Þegar skvett er fram gömlum kempum eins og klingonarnir sem fólk hefur gaman að…… þarf þá handritið ekki að vera gott

2)Er þemað vísindi vs andleg málefni ekki orðið þreytt

3)Er þemað “líf eftir dauðann” ekki orðið útþvællt til dauðans í voyager, eða höfum við virkilega áhuga á að sjá hvernig hver einasti áhafnarmeðlimur í voyager tekst á við líf eftir dauðann


við skulum bara sjá hvernig fer næstu viku, þegar alice verður sýndur…. [sem undirritaður hefur ekkert álit á]


en svona til að vera jákvæður, þá minni ég alla á að tékka á “Blink of an Eye” sem kemur eftir nokkrar vikur…. hrikalega góður þáttur [samkvæmt voyager stöðlum auðvitað]