jæja, ég var að klára horfa á Season 1 af Battlestar Galactica og ég verð nú að segja að ég varð fyrir miklum vonbrygðum með endrinn á seríunni.

Eins og þessi sería var spennandi og áhugaverð, þá fær maður engin svör eftir að hafa horft á þessa 13 þætti og í raun það eina sem kemur upp við hvern og einn þátt eru fleiri spurninga sem eru svo aldrei svarað, heldur láttnar hanga í loftinu.

Og til að toppa allan pirring yfir fáum svörum, en endalust af spurningum, þá er ein lykilpersónan drepinn alveg í blá lokinn á seríunni og maður er gjörsamlega skilinn eftir í loftinu.
Maður fær það á tilfinningunni, þegar maður er að horfa á þetta, að rithöfundarnir hafi enga stefnu og viti í raun ekki hvert eigi að fara með seríuna. Og ég verð nú bara að segja eins og er, þrátt fyrir frábæra þætti, þá langar mig ekkert ógurlega til að sjá Season 2. Því þættirnir virðast vera stefnulausir.
Helgi Pálsson