Star Wars Episode 1 er góð mynd að einu undanskildu, handritinu. Það eru gallar í því sem er mjög undarlegt þar sem sami maðurinn á að hafa ritað fyrir allar myndirnar. T.d. í episode 5 The Empire Strikes Back, þegar Luke er að fram kominn í kulda og vosbúð þá birtist Obi Van honum sem andi og segir honum að hann eigi að fara til Joda og læra af honum því hann kenndi sér, en ef ég skildi Phantom Menace rétt þá lærði Obi Van af honum Qui Gon en ekki Joda. Þetta eru handritamistök!! :( Episode 1 er með A-tæknibrellur, A-leik (fyrir utan Jar Jar, Damn you), en aðeins B-handrit sem er barnalegt og fyrirsjáanlegt (ég veit lang flestir eru mér ósammála). En hugsið út í þetta: 95% finnst episode 1 vera eftirbátur episodes 4,5,6 ekki satt. Að mínu mati er það handritinu að kenna. En þetta er vissulega aðeins mitt mat :)