Jæja ég var að lesa á dögunum bókina Star Wars Revenge of the Sith og þar fann ég mikið af skemmtilegum upplýsingum um gerð myndarinnar, reyndar svo mikið að ég nenni ekki að telja allt upp þannig að ég læt nægja þessi nokkur fræðslubrot.

*Pre-Production var LÖNGU hafin áður en að George Lucas va byrjaður á handritinu, hann nennti aldrei að byrja á því.

*Í fyrsta uppkasti af myndinni þá átti Palpatine að segja eitthvað í þessum dúr “You know, I used the dark side to make your mother pregnant. So you could say that I am your FATHER” en það var hætt við það sem betur fer.

*Rick McCallum (framleiðandinn) fannst myndin vera of löng og náði að stytta myndina um 15-20 mínútur með því að klippa af byrjuninni og endanum á næstum hverju einasta skoti. Þar af leiðandi finnsta manni að myndin er svolítið flýtt og alltaf eitthvað á seyði, lítið pláss til þess að átta sig á hlutunum.

Jæja ég er latur þannig að ég læt mér þetta nægja.