Núna yfir helgina horfði ég á allar 3 gömlu myndirnar eftir að hafa séð ROTS í síðustu viku.. og ég tók eftir því að sums staðar sögðu þau hluti sem pössuðu ekki við nýrri myndirnar :/

t.d. segir Obi-Wan að Yoda hafi þjálfað hann en í fyrstu myndinni, The Phantom Menace, þá var það Qui-Gon sem þjálfaði hann..

svo líka þegar Luke spyr Leiu hvort hún muni eftir móður sinni og hún segir að hún hefði dáið þegar Leia var ung og Leia mundi bara svipmyndir og tilfinningar en í ROTS þá dó Padmé þegar hún fæddi tvíburana..

fannst þetta skrýtið, þeir hljóta hafa breytt handritunum, sögunni, e-ð þarna í millitíðinni.. og já kannski að taka það fram þá var það Special Edition sem ég á og var að horfa á..
Non fui, fui, non sum, non curo.