Ég var að leigja mér spólu úr 4. seasoni af TNG og þar var þáttur sem heitir “Remember me”.

Þátturinn snýst út á það að Wesley og Geordi eru að gera tilraun á warp coles út frá útreikningum geimverunnar “The traveler” úr þættinum “Where noone has gone before” og Wesley nær að byggja upp “warp bubble” sem á að vera stable en springur svo, ekkert gerist, bara ósýnileg orkukúla sem springur en Dr. Crusher var þarna að horfa á.
Svo sjáum við Wesley fúlan því þetta virkaði ekki og Dr. Crusher er farin, frekar snögglega.
Svo allt í einu fara allir vinir hennar að hverfa, og enginn man eftir þeim, ekki til í skrám né fæðingarvottorðum, allir sem unnu með henni hverfa og bráðum allir senior officerarnir, en þeir sem eru eftir finnst ekkert skrítið þótt það séu aðeins 123 manns um borð og 4 að stýra skipinu.
Enginn kannast við þennan “Worf” sem hún segir að hafi unnið með þeim, Picard trúir henni alltaf en ekki sínum minningum og treystir henni, en svo eru þau 2 eftir og þá brjálast hún því Picard er hættur að trúa henni og honum finnst ekkert skrítið þótt þau séu 2 að stjórna flaggskipi sambandsins.

Dr. Crusher festist víst inní þessari warp bubble og allir eru að reyna að ná henni úr hennar eigin heimi sem er að minnka því warp kúlan helst ekki stöðug.
The Traveler kemur að hjálpa Wesley og saman ná þeir henni til baka.


Að mínu mati er þetta langbesti Star Trek þáttur ever og þokkalega spúkí.