Jæja, ég fór að sjá Revenge of the Sith á föstudaginn var, og varð ekki fyrir vonbrigðum. :D Frábær mynd, næstum því eins góð og gamla trílógían (ég fílaði alveg ep. 1 og 2, en þær jafnast engan veginn á við gömlu myndirnar. En það er önnur saga).

En það sem ég vildi tala um var eitt atriði í Revenge of the Sith - eða öllu heldur, atriði í RotS sem stemmir ekki alveg við eitt atriði í Return of the Jedi. - Og nú vil ég biðja alla þá sem eru ekki búnir að sjá Revenge of the Sith, að ýta strax á “back”!

Búinn að sjá RotS? Ókei, lestu þá áfram. :)

Sko. Það er varðandi atriðið í Return of the Jedi, þar sem Luke og Leia tala saman á brúnni á Endor, og Luke segir Leiu að hann sé sonur Darth Vaders, og að þau tvö séu systkini. En fyrst spyr Luke Leiu:

Luke: Leia - do you remember your mother? Your real mother?
Leia: Just a little bit. She died when I was very young.
Luke: What do you remember?
Leia: She was… very beautiful. Kind… but sad. Why are you asking me this?
Luke: I have no memory of my mother. I never knew her.

Ókei. En hvað gerist í Revenge of the Sith? Jú, Padmé Amidala elur tvíburana nær dauða en lífi, nær að gefa þeim nöfn, en deyr síðan nánast í fanginu á Obi-Wan. Þannig að hún nær ekki að mynda nein tengsl við börnin sín áður en hún deyr. :(
Þannig að: Hvernig stendur á því að Leia man eftir móður sinni, en Luke ekki?
Hér er eitthvað ekki alveg að stemma. ;)

Væri gaman að fá einhverjar pælingar. :)