Sælir.

Kláraði The Sith Lords leikinn í dark side núna í gær. Mjög fínn og skemmtilegur leikur, en þó fannst mér söguþráðurinn rugla mig stundum :)

Mæli með því að þið reddið ykkur þessum leik og prufið hann.

Ef þið hafið ekki prufað fyrrvera leiksins (Knights of the Old Republic) þá mæli ég með því að þið spilið hann fyrst :)

Að minni reynslu, þá fannst mér leikurinn ekki vera þungur fyrir tölvuna og á sumum stöðum var hægt að klæða vélina í sparifötin og setja alla graffík í botn og njóta leiksins :)

Ef þið eruð að fá lagg eða “tikk” í leiknum, mæli ég með því að þið slökkvið á öllum forritum sem eru að vinna í bakgrunninum.
Við það er gott að nota “Process” listann í Task Manager og slökkva á forritum eins og Steam, Vírusvörnum, Dameon tools o.fl

Njótið :)